Standa í stríði um skólastofur

Tvær stofur félagsins brunnu til grunna á lóð Rimaskóla í ...
Tvær stofur félagsins brunnu til grunna á lóð Rimaskóla í lok apríl mbl.is/Kristinn Ingvarsson

Tvær færanlegar skólastofur í eigu Svifflugfélags Íslands voru fluttar á geymslusvæði sunnan Straumsvíkur í gærkvöldi, en þær höfðu staðið óhreyfðar á lóð Rimaskóla í ríflega ár frá kaupum. Svifflugfélag Íslands hefur staðið í miklum deilum við yfirvöld vegna málsins, en félagið vildi fá að flytja þrjár stofur á svæði sitt við Sandskeið fljótlega eftir kaupin vorið 2013.

Þetta reyndist þó hægara sagt en gert þar sem stofurnar eru yfir löglegri hámarksbreidd farms og þarf því að flytja þær með lögreglufylgd. Fyrstu beiðni Svifflugfélagsins um flutningsheimild var hafnað af Samgöngustofu, en hún krafðist heimildar frá sveitarfélagi áfangastaðarins, Sandskeiðs.

Lögsögumál voru í ólestri

Lögsögumál voru þá óljós á svæðinu og gerðu nokkur sveitarfélög lögsögukröfu á Sandskeið. Reykjavíkurborg og Seltjarnarnesbær gerðu ekki athugasemd við málið en Kópavogsbær hafnaði stöðuleyfi fyrir stofurnar. Höfnunin var á þeim forsendum að beiðni Svifflugfélagsins um stöðuleyfi samræmdist ekki grein 2.6.1. í byggingarreglugerð. Byggingafulltrúi hafnaði því erindi félagsins.

Nýlegur úrskurður óbyggðanefndar kveður á um að afréttur Seltjarnarneshrepps hins forna sé innan staðarmarka Kópavogsbæjar, en Sandskeið fellur innan þess svæðis. Bæjaryfirvöld í Kópavogi fara því nú með lögsögu og skipulagsvald á Sandskeiði.

Segir málið stranda á lögreglustjóra

Svifflugfélagið kærði höfnun Samgöngustofu til innanríkisráðuneytisins.
Eftir umfjöllun umboðsmanns Alþingis felldi ráðuneytið höfnunina úr gildi og samþykkti kröfu félagsins um að ekki væri lagaheimild til að krefjast heimildar sveitarfélags og aðeins lögreglustjóri gæti neitað flutningsheimild.

Kristján Sveinbjörnsson, formaður Svifflugfélags Íslands, segir málið þó enn hafa tafist en það hafi strandað hjá lögreglustjóra.

„Lögreglustjóri hafnaði flutningsleyfi á Sandskeið á sömu ólögmætu forsendum og Samgöngustofa og krefst heimildar Kópavogs fyrir flutningunum,“ segir Kristján.

Höfnun byggingafulltrúa Kópavogs á stöðuleyfi fyrir stofurnar var kærð til Úrskurðarnefndar um auðlindamál og er þar í ferli, en Kópavogsbær mun ekki aðhafast frekar þar til nefndin hefur skilað niðurstöðu sinni að sögn upplýsingafulltrúa bæjarins.

Tvær stofur brunnu til grunna

Svifflugfélagið keypti fimm færanlegar skólastofur við Rimaskóla um vorið 2013. Félagið seldi eina stofuna Fisfélaginu, en hún var flutt á Hólmsheiði vandkvæðalaust. Að sögn Kristjáns stóð síðan til að flytja þrjár stofur á Sandskeið og selja þá fjórðu, en félagsmenn töldu upphaflega að ekki yrði vandkvæðum bundið að fá leyfi fyrir slíkum flutningum.

Síðastliðinn apríl kviknaði eldur í tveimur stofanna og þær brunnu til grunna, en Kristján segist lengi hafa óttast að slíkt atvik gæti átt sér stað.

„Við vorum búnir að vara við því margoft að þetta gæti gerst, enda mikil hætta á íkveikju þegar stofurnar stóðu þarna auðar,“ segir Kristján.

Kristján segir tryggingamál á stofunum hafa verið erfið þar sem þær voru á lóð Reykjavíkur.
„Félagið gat ekki tryggt stofurnar á sínu nafni þar sem þær voru á lóð borgarinnar. Við sömdum hins vegar við tryggingafélagið og borgina um að fá umboð til þess að ganga frá þeim málum þegar búið væri að flytja stofurnar.“

Keyrðu yfir Sandskeið á leið til Straumsvíkur

Stofurnar tvær sem eftir standa voru fluttar á geymslusvæði sunnan Straumsvíkur í gær, en Kristján telur nokkuð athyglisvert hvernig staðið var að þeim flutningum.

„Við neyddumst til þess að beygja okkur undir geðþóttaákvörðun lögreglustjóra og flytja stofurnar til Straumsvíkur. Samgöngustofnun, sama stofnun og ásamt lögreglu synjar um heimild til að flytja stofurnar á Sandskeið, krafðist þess hins vegar að stofurnar yrðu fluttar í gegnum Sandskeið á leið sinni til Straumsvíkur. Þaðan fara þær Bláfjallaveginn yfir til Hafnarfjarðar,“ segir Kristján.

Um 100 meðlimir eru í Svifflugfélaginu, þar af 50 virkir, en Kristján telur yfirvöld með framgöngu sinni fara illa með lítið íþróttafélag.

„Yfir 500 tímar af vinnu liggja í málinu, en við fáum alltaf sama svarið frá yfirvöldum. Það eru skilaboð um að við getum bara kært sýnist okkur svo. Við höfum gert það nokkrum sinnum og höfum reynt að leysa þetta mál af öllum mætti í meira en ár.“

Frétt mbl.is: Sandskeið tilheyrir Kópavogi

Frétt mbl.is: Fengu ekki að flytja skólastofurnar

Svifflugfélagið vildi fá að flytja skólastofurnar á svæði sitt á ...
Svifflugfélagið vildi fá að flytja skólastofurnar á svæði sitt á Sandskeiði mbl.is/Árni Sæberg
Flytja þarf stofurnar í lögreglufylgd, en Kristján segir málið stranda ...
Flytja þarf stofurnar í lögreglufylgd, en Kristján segir málið stranda á lögreglustjóra sem neiti að flytja þær án samþykkis Kópavogsbæjar mbl.is/Kristinn Freyr Jörundsson
mbl.is

Bloggað um fréttina

Innlent »

Segir stjórnendur Arion óttast umræðuna

14:22 „Vogunarsjóðirnir munu bíða færis, þeir munu bíða þess að storminn lægi, þeir munu greiða út arð og þeir munu selja Valitor. Þökk sé ríkisstjórninni sem var eins og höfuðlaus her í þessari baráttu og gaf frá sér eina vopnið sem þeir áttu, hlutabréf ríkisins.“ Meira »

Má búast við kulda

14:10 Þrátt fyrir að vorjafndægur séu í dag og að veðurfarið hafi verið milt að undanförnu, stefnir í kólnandi veður um helgina og jafnvel fram yfir páska. Þorsteinn V. Jónsson, veðurfræðingur, telur ekki ástæðu til að fara taka fram grillið enda fari líklega að snjóa um helgina. Meira »

Enn til miðar á Ísland-Argentína

14:00 Þór Bæring, hjá Gamanferðum, er nýkominn heim frá Rússlandi. Hann segir að mikill munur sé á borgunum þremur sem Íslendingar þurfa að heimsækja, Moskvu, Volgograd og Rostov. Meira »

Lögreglan rannsakar líkamsleifarnar

13:36 Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hefur til rannsóknar líkamsleifar sem fundust á Faxaflóa nýverið, en upphaf málsins má rekja til veiða fiskibáts á norðanverðum Faxaflóa í síðasta mánuði. Ekki liggur fyrir af hverjum líkamsleifarnar eru og víst að það mun taka einhvern tíma að leiða það í ljós. Meira »

Líkamsleifar fundust við Snæfellsnes

12:59 Líkamsleifar fundust nýverið við Snæfellsnes. Þetta staðfestir Jóhann Karl Þórisson aðstoðaryfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu í samtali við mbl.is. Fundust þær að hans sögn á 120 metra dýpi í Faxaflóa nálægt Snæfellsnesi. Meira »

Styrmir skýtur á flokksforystuna

12:29 Styrmir Gunnarsson fyrrverandi ritstjóri Morgunblaðsins segir á vefsíðu sinni að eftir landsfund Sjálfstæðisflokksins sé það ljóst að flokkurinn telji sig ekkert eiga ósagt við þjóðina um ástæður hrunsins og sjái heldur ekki ástæðu til að ræða fylgistap sitt innan eigin raða. Meira »

Líta málið alvarlegum augum

12:08 Baldur Þórhallsson prófessor við stjórnmálafræðideild Háskóla Íslands var í viðtali í þættinum Ísland vaknar í morgun til að ræða þá stöðu sem komin er upp á milli Breta og Rússa eftir að Bretar sökuðum Rússa um að hafa fyrirskipað morðið á gagnnjósnaranum Sergei Skripal og Juliu, dóttur hans í Bretlandi í síðustu viku. Meira »

Elfa Dögg leiðir í Hafnafirði

12:26 Framboðslisti Vinstri hreyfingarinnar – Græns framboðs í Hafnarfirði fyrir sveitastjórnarkosningarnar í vor var samþykktur í gærkvöldi. Elfa Dögg Ásudóttir Kristinsdóttir, núverandi bæjarfulltrúi VG í Hafnarfirði, verður oddviti listans. Meira »

„Hættulegur fyrir sjálfstæðið okkar“

11:55 „Miklar áhyggjur eru af regluverki Evrópusambandsins um orkumál á Íslandi. Ekki aðeins í okkar flokki heldur í næstum öllum stjórnmálaflokkunum fyrir utan þá tvo flokka sem styðja inngöngu í Evrópusambandið, sósíaldemókratana og Viðreisn.“ Meira »

Alþjóðlegi hamingjudagurinn í dag

11:34 Í dag er alþjóðlegi hamingjudagurinn og hefur því verið efnt til málþings. „Við leggjum áherslu á hvað hamingja er, það er ekki að vera brosandi allan sólarhringinn. Heldur að geta tekist á við áskoranir daglegs lífs og fara í gegnum erfiðleika á uppbyggilegan hátt,“ segir Dóra Guðrún Guðmundsdóttir Meira »

Flestir íslenskir vegir einnar stjörnu

11:30 Samkvæmt EuroRAP öryggismatinu er mörgu ábótavant í íslenska vegakerfinu. Í dag var opnað fyrir nýjan gagnagrunn sem geymir stjörnugjöf fyrir 4.200 kílómetra vegakerfisins á Íslandi og upplýsingar um þær framkvæmdir sem mælt er með að ráðast í, hvað þær kosta og hverju þær skila í minni slysatíðni. Meira »

Biblían komin á íslensku í snjallforriti

11:07 Biblían á íslensku var gerð aðgengileg í liðinni viku á Biblíusnjallforritinu The Bible App sem YouVersion stendur að.  Meira »

Vantar betri illmenni

10:56 Síðustu ár hefur kvenofurhetjum fjölgað nokkuð. Ekki bara á hvíta tjaldinu, heldur einnig í sjónvarpsþáttum. Ragnar Eyþórsson, kvikmynda/nördasérfræðingur Ísland vaknar, kom í heimsókn og fór yfir tvær þeirra. Meira »

Eins og Bond-mynd

09:51 Mál Cambridge Analytica og Facebook minnir einna helst á skáldsögu eða jafnvel mynd um James Bond. Gengi Facebook hefur fallið og breskir og bandarískir fjölmiðlar eru að ganga af göflunum. Meira »

Kristrún Heiða ráðin upplýsingafulltrúi

09:30 Kristrún Heiða Hauksdóttir hefur verið ráðin upplýsingafulltrúi mennta- og menningarmálaráðuneytis.  Meira »

Halla Björk efst á L-listanum

10:03 Halla Björk Reynisdóttir, flugumferðarstjóri og fyrrverandi bæjarfulltrúi, verður í efsta sæti Lista fólksins á Akureyri við bæjarstjórnarkosningarnar í vor. L-listinn fagnaði 20 ára afmæli með kaffisamsæti í menningarhúsinu Hofi um helgina og þá var tilkynnt hverjir skipa listann við kosningarnar. Meira »

Vilja komast hjá öðru útboði

09:37 Þorsteinn R. Hermannsson, samgöngustjóri Reykjavíkur, segir borgina munu ræða við aðila sem sóttu útboðsgögn vegna strætóskýla. Reynt verði að semja við þá aðila áður en efnt verður til annars útboðs á Evrópska efnahagssvæðinu. Meira »

Besta útgáfan af okkur

09:27 Hvernig ætli Hellisbúinn, einleikurinn vinsæli, væri núna? Það var ein af spurningunum sem reynt var að svara í morgunspjallinu í Ísland vaknar í morgun. Meira »
Lok á potta
Lok á heita potta og hitaveitu- skeljar Stærðir í cm: 200x200, 210x210, 220x220,...
Egat Diva Snyrti-/nuddbekkur rafmagns fyrir Snyrti,Fótaðgerða,Nuddara
Egat Diva Rafmagns snyrti-/nuddbekkur, svartir og beige á litinn.100% visa raðgr...
 
Söngsamkoma
Félagsstarf
Söngsamkoma kl. 20 í Kristniboðssalnu...
Frestun aðalfundar
Fundir - mannfagnaðir
Frestun aðalfundar ?? ??? ?????????...
Eldri borgarar
Staður og stund
Aflagrandi 40 Opin vinnustofa kl. 9 og g...
Félagsstarf eldir borgara
Staður og stund
Árbæjarkirkja Kyrrðarstund í kirkjunni k...