Er vanur fallhlífastökkvari

Ljósmyndari mbl.is var á staðnum í dag og náði mynd …
Ljósmyndari mbl.is var á staðnum í dag og náði mynd af fallhlífastökkvurunum. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Fallhlífastökkvarinn sem slasaðist í fallhlífastökki við Helluflugvöll í dag er vanur fallhlífastökkvari, að sögn Hjartar Blöndal, kennari hjá Skydive.is Í samtali við mbl.is segir Hjörtur einnig að aðstæður til stökks hafi verið góðar í dag. Maðurinn stökk úr úr vélinni ásamt fjórum öðrum fallhlífastökkvurum og náði ljósmyndari mbl.is mynd af stökkvurunum á flugi.

Stökkvaranum er haldið sofandi á Landspítalanum en á líðan hans að vera stöðug eftir því sem kemur fram á vef Ríkisúrvarpsins. Maðurinn var strax fluttur á Landspítalann með þyrlu Landhelgisgæslunnar eftir að slysið varð, um klukkan 14 í dag. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert