Ísland bara land eftir 100 ár?

Skjáskot úr þættinum The Devastating Beauty of Iceland.
Skjáskot úr þættinum The Devastating Beauty of Iceland. Skjáskot

Fjallað er um eldvirkni Íslands og samspil íss og elds í vefútgáfu þáttanna Destination Uncharted sem jafnan eru sýndir á sjónvarpsstöðinni Wheather Channel. Er í þættinum haft eftir prófessor W. Roger Buck að eftir 100-200 ár verði allir jöklar Íslands horfnir. Því er spurning hvort forskeytinu Ís verði ofaukið.

„Landslag þess Íslands sem þú sækir heim í dag verður gjörbreytt eftir hundrað ár,“ segir Buck sem er prófessor og vísindamaður við Jarðarstofnun Kolumbíuháskólans í New York í Bandaríkjunum.

Meðal annars er fjallað um Skaftárelda og áhrifum þeirra á veðurfar í Evrópu, en þeir ollu kólnun um hálft stig á norðurhveli í eitt ár eða svo.

Hér að neðan má sjá þáttinn.

<script src="http://pshared.5min.com/Scripts/PlayerSeed.js?sid=281&amp;width=560&amp;height=345&amp;playList=518271561"></script>
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert