Veidd hafa verið 26 dýr

Hvalveiðiskipið Hvalur 8.
Hvalveiðiskipið Hvalur 8. mbl.is/Sigurður Bogi Sævarsson

„Það hefur bara gengið vel. En er það er bræla núna þannig að þeir liggja bara í landi núna bátarnir,“ segir Gunnlaugur F. Gunnlaugsson, stöðvarstjóri í Hvalstöðinni, spurður hvernig hvalveiðivertíðin hafi gengið til þessa. Spáin sé ennfremur ekki góð.

Hvalveiðiskipin hafi komið inn í gær með þrjár langreyðar. Hins vegar hafi þau ekki farið út aftur síðan. „Það eru komin 26 dýr,“ segir Gunnlaugur en heildarkvótinn er 154 dýr. „Þetta tekur allt sinn tíma, við erum rétt að byrja.“

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert