Fundu á fimmta tug arnarhreiðra

Íslenskur haförn á flugi.
Íslenskur haförn á flugi. mbl.is/Golli

Á næstu dögum verður farið í eftirlitsflug yfir varpsvæði hafarnarins og kannað hversu margir ungar hafa komist á legg í ár.

Farið var í slíkt eftirlitsflug fyrir um mánuði og þá sáust á fimmta tug hreiðra, að því er fram kemur í Morgunblaðinu í dag.

„Það fóru nokkuð mörg pör af stað, við vitum um 45 hreiður, sem er nokkuð yfir meðallagi. Þetta leit vel út enda hefur tíðarfarið verið gott. Eftirlitsferðin núna verður til þess að kanna hversu mörg paranna eru komin með unga,“ segir Róbert Stefánsson, líffræðingur og forstöðumaður Náttúrufræðistofu Vesturlands, sem unnið hefur að rannsóknum á haferninum. „Líklega hafa einhver þeirra gefist upp í þessum mánuði, ungar drepast og egg geta verið fúl.“

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Kauptu vikupassa

Lestu meira með vikupassa!

Fáðu þér vikupassa fyrir 2.090 kr. og þú færð aðgang að öllu efni úr blaði dagsins í dag og næstu 6 daga.

Kaupa vikupassa

Aðrar áskriftarleiðir »