Óskaði eftir endurgreiðslu

Már Guðmundsson seðlabankastjóri.
Már Guðmundsson seðlabankastjóri. mbl.is/Kristinn Ingvarsson

Ríkisendurskoðun leitaði ekki til fyrrverandi fulltrúa í bankaráði Seðlabanka Íslands (SÍ) við gerð úttektar á málskostnaðarmáli Más Guðmundssonar seðlabankastjóra.

Umræddir fulltrúar sátu í ráðinu með Láru V. Júlíusdóttir, þáv. formanni ráðsins, er hún tók ákvörðun um að bankinn myndi greiða kostnað Más af málsókn hans gegn SÍ, að því er fram kemur í fréttaskýringu um þetta mál í Morgunblaðinu í dag.

Fram kemur í úttektinni að ekkert bendi til þess að Már hafi komið að „fyrirmælum eða samþykki greiðslu þeirra reikninga, sem hér um ræðir“. Samkvæmt öruggum heimildum Morgunblaðsins fékk Már reikningana hins vegar senda á heimili sitt og óskaði svo eftir endurgreiðslu hjá Seðlabankanum.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert