Minntust mesta sjóslyss Íslandssögunnar

Minnismerki um þá tæplega 240 sem létust í mesta sjóslysi Íslandssögunnar árið 1942 var afhjúpað við Stigahlíð í Bolungarvík í dag.

5. júlí fyrir 72 árum síðan sigldi skipalestin QP-13, sem samanstóð af sex skipum, inn í belti tundurdufla sem lagt hafði verið til varnar óvinaskipum norður af Aðalvík á Vestfjörðum. Fjögur skipana voru bandarískt, eitt breskt og eitt rússneskt. Um 240 manns fórust í slysinu en um 250 manns úr skipunum björguðust. Lítið franskt herskip náði að bjarga 180 manns og er það talið vera stærsta björgunarafrek Íslandssögunnar.

Fimm fánar voru dregnir að húni við athöfnina í dag, sá íslenski, breski, bandaríski, rússneski og franski. Sendiherrar Bandaríkjanna, Bretlands og Rússlands hér á landi voru viðstaddir athöfnina í dag og jafnframt var sex skotum skotið úr varðskipi, eitt skot fyrir hvert skip. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert