Hús stórskemmt með vinnuvél

Húsið að Aðalstræti 16 í Bolungarvík er mjög illa farið
Húsið að Aðalstræti 16 í Bolungarvík er mjög illa farið Af vef Bæjarins besta

Mikil skemmdarverk voru unnin á húsi að Aðalstræti 16 í Bolungarvík í nótt. Húsið, sem er í eigu bæjarins, var byggt árið 1909 og því friðað samkvæmt lögum, en tiltölulega fá hús frá svipuðum tíma hafa varðveist í Bolungarvík.

Þess skal getið að húsið var ekki íbúðarhæft og því enginn í húsinu þegar þetta gerðist, segir í frétt á Bæjarins besta.

„Það er greinilegt að einhver hefur höggvið inn í mitt húsið með stórvirkri vinnuvél. Þetta eru miklar skemmdir,“ segir Elías Jónatansson bæjarstjóri í samtali við BB. 

Málið var tilkynnt til lögreglu strax í morgun. Hlynur Hafberg Snorrason yfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á Vestfjörðum segir að enn sem komið er sé lögreglan ekki með neinn grunaðan um verknaðinn. Þeir sem telja sig hafa upplýsingar um málið eru beðnir um að hafa samband við lögregluna í síma 450 3730. 

Aðalstræti 16 í Bolungarvík
Aðalstræti 16 í Bolungarvík Af vef Bæjarins besta
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert