Nafnabeiðnum sjaldan hafnað

Undanfarin misseri hefur nokkuð borið á umræðu þess efnis að …
Undanfarin misseri hefur nokkuð borið á umræðu þess efnis að leggja eigi mannanafnanefnd niður. mbl.is/Rósa Braga

Eiginnöfnin Christa, Krumma og Gill ásamt millinafninu Eskfjörð voru nýverið samþykkt af mannanafnanefnd og færð á mannanafnaskrá.

Eiginnafninu Íshak var hins vegar hafnað. Nafnið var ekki talið fullnægja öllum skilyrðum um mannanöfn.

Í umfjöllun um mál þetta í Morgunblaðinu í dag segir Ágústa Þorbergsdóttir, formaður mannanafnanefndar, það misskilning að nefndin vilji hafna sem flestum nöfnum, það sé öðru nær. „Við viljum koma sem flestum í gegn. Lögin eru rúm hjá okkur og langflest nöfn eru samþykkt, þau eru miklu færri sem er hafnað,“ segir hún.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert