Enn er unnið á óvissustigi

Múlakvísl.
Múlakvísl. mbl.is/Jónas Erlendsson

Enn er unnið á óvissustigi vegna aukins vatnsrennslis í Múlakvísl og Jökulsá á Sólheimasandi. Mælingar síðasta sólarhring hafa sýnt að vatnshæð og rafleiðni fara frekar minnkandi. Sérfræðingar á vegum Veðurstofunnar eru að setja upp mælitæki til gasmælinga við upptök Jökulsár á Sólheimasandi.

Almannavarnadeild ríkislögreglustjóra og lögreglan á Hvolsvelli mælast áfram til þess við ferðaþjónustuaðila og ferðamenn að þeir fari ekki að jökulsporði Sólheimajökuls á meðan óvissustig er í gildi vegna flóðahættu og  hættu sem getur stafað af eitruðum gastegundum.  Ferðaþjónustuaðilar eru sérstaklega hvattir til þess að upplýsa viðskiptavini sína um ástand mála

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert