Rúta með 24 ferðamenn fór út af

Rútan er mikið skemmd eftir óhappið. Hún fór alveg út …
Rútan er mikið skemmd eftir óhappið. Hún fór alveg út af veginum og endaði í læk fyrir ofan veeg, þar sem hún hallar töluvert.

Rúta fór útaf veginum við Haukadalsvatn, fyrir um hálfri klukkustund. Um borð voru 24 erlendir ferðamenn, fararstjóri og bílstjóri. Eitthvað var um minniháttar meiðsl meðal farþega en enginn er alvarlega slasaður.

Björgunarsveitin Ósk frá Búðardal var kölluð út til aðstoðar lögreglu og sjúkraliðið á slysstað en hlúa þarf að farþegum og flytja í hús Rauða krossins í Búðardal þar sem þeim verður veitt áfallahjálp. Vegfarendur er áttu leið hjá munu einnig aðstoða við flutning farþeganna.

Uppfært kl. 18:20: Að sögn Jóhannesar Björgvinssonar, lögreglumanns í Búðardal, var hópurinn á leið frá Eiríksstöðum í Haukadal þegar ökumaðurinn missti rútuna upp fyrir veginn. Hún valt ekki en rann alveg út af veginum og endaði í vatnselg fyrir ofan veginn, þar sem hún stendur á hjólunum og hallar töluvert.

Við Haukadalsvatn liggur mjór malarvegur og segir Jóhannes líklegt að kanturinn hafi gefið sig undan dekkjum rútunnar. Eftir á þó að rannsaka tildrög slyssins frekar.

Tveir ferðamannanna eru lítillega meiddir en að sögn Jóhannesar er þeim töluvert mikið brugðið. Búið er að flytja þá alla í Búðardal þar sem Rauði krossinn veitir þeim áfallahjálp og aðhlynningu sem þurfa.

Rútan er mikið skemmd eftir óhappið. Hún fór alveg út …
Rútan er mikið skemmd eftir óhappið. Hún fór alveg út af veginum og endaði í læk fyrir ofan veeg, þar sem hún hallar töluvert.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert