Endurbætur á Arnarhvoli

Arnarhvoll
Arnarhvoll mbl.isBrynjar Gauti

Að undanförnu hefur verið unnið að gagngerum endurbótum utanhúss á Arnarhvoli og gamla Hæstaréttarhúsinu. Ráðist var í framkvæmdir í kjölfar ítarlegrar ástandsskoðunar á húsunum sem leiddi í ljós ríka þörf á lagfæringum.

Fram kemur á vef fjármálaráðuneytisins að haft hafi verið að leiðarljósi að útlit húsanna yrði í samræmi við upprunalegar teikningar af þeim, en Guðjón Samúelsson húsameistari ríkisins teiknaði báðar byggingarnar. Ytra byrði húsanna verður nú í fyrsta sinn í fullu samræmi við áform hans.

Í endurbótunum var gert við steypu- og múrskemmdir, öllum gluggum var skipt út og gert við þak lagfært. Að lokum voru bæði húsin endursteinuð. Á næstunni er stefnt að því að hefja endurbætur á Arnarhvoli innanhúss í því skyni að færa skipulag í nútímalegra horf og bæta úr bruna-, öryggis- og aðgangsmálum.

Kostnaðurinn rúmar 330 milljónir króna

Endurbæturnar sem unnið er að á Arnarhvoli og gamla Hæstaréttarhúsinu eru þær heildstæðustu sem gerðar hafa verið frá því húsin voru byggð. Endurbætur á húsunum hófust í byrjun október 2013 í kjölfar auglýsts forvals og útboðs í framhaldi. Framkvæmdasýsla ríkisins hélt utan um hvoru tveggja.

<div>Kostnaðaráætlun vegna framkvæmdanna hljóðaði upp á 330,8 m.kr. á verðlagi ársins 2013 og er framvinda í samræmi við áætlanir. Áætluð verklok eru í lok júlí og er það einnig í samræmi við áætlanir, að því er fram kemur á vef fjármálaráðuneytisins.</div><div>„<span>Þessar endurbætur munu auka verðskuldaða virðingu húsanna og prýða ásýnd borgarmyndarinnar.</span>“</div>
mbl.is

Bloggað um fréttina