Skortur á starfsfólki úti á landi

Það lá vel á þessum iðnaðarmönnum í Helgafellslandinu í Mosfellsbæ …
Það lá vel á þessum iðnaðarmönnum í Helgafellslandinu í Mosfellsbæ þegar ljósmyndara Morgunblaðsins bar að garði fyrr í vikunni. Áformað er að byggja 300 íbúðir í Helgafellslandi á næstu tveimur árum. mbl.is/Þórður Arnar Þórðarson

Skortur er á iðnaðarmönnum á landsbyggðinni og er útlit fyrir að flytja þurfi inn vinnuafl á næstunni. Þetta segir Friðrik Á. Ólafsson, forstöðumaður byggingarsviðs hjá SI, en hann er jafnframt tengiliður við tíu meistarafélög í byggingariðnaði úti á landi.

Hann segir nýframkvæmdir á íbúðamarkaði og vegna hótelgeirans hafa skapað fjölda starfa og að annir séu vegna viðhaldsverkefna í sumar.

„Það er skortur á iðnaðarmönnum í byggingargeiranum. Mín skoðun er sú að einhverjir iðnaðarmenn séu á atvinnuleysisskrá sem ættu ekki að vera það. Þeir ættu að vera í öðrum úrræðum,“ segir Friðrik í fréttaskýringu í Morgunblaðinu í dag og vísar m.a. til einstaklinga sem hafa orðið skerta starfsgetu og geta því ekki lengur unnið líkamlega erfið störf. Friðrik telur að vegna skorts á iðnaðarmönnum verði leitað að vinnuafli utan landsteinanna.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina