Segir sig úr Framsóknarflokknum

Hreiðar Eiríksson var í 5. sæti á framboðslista Framsóknar og …
Hreiðar Eiríksson var í 5. sæti á framboðslista Framsóknar og flugvallarvina í Reykjavík.

„Forystan hefur fallið á siðferðilegu prófi og niðurstaða miðstjórnarfundarins sýnir að flokkurinn styður þann málsstað sem settur var fram í borgarstjórnarkosningunum.“ Þetta segir Hreiðar Eiríksson sem skipaði 5. sæti á lista Framsóknar og flugvallarvina í borgarstjórnarkosningunum í vor. 

Hreiðar birti pistil á Facebooksíðu sinni nú áðan þar sem hann tjáði skoðun sína á viðbrögðum forystu Framsóknarflokksins við málflutningi framboðs Framsóknar og flugvallarvina í aðdraganda borgarstjórnarkosninganna í vor. „Viðbrögð formannsins og annarra forystumanna flokksins eftir kosninga hafa verið þannig að vart er hægt að skilja þau öðruvísi en fullan stuðning við íslamafóbískan áróður Framsóknar og flugvallarvina,“ skrifar Hreiðar. 

Þá segir hann að á miðstjórnarfundi flokksins sem haldinn var föstudaginn 11. júní, hafi forystan verið með útúrsnúninga og rangfærslur, í því skyni að réttlæta hegðun framboðsins í Reykjavík. Segir hann þær tilraunir forystunnar vera klaufalegar og ósannfærandi.

„Sú gleði sem ég fann til að vinna að því, sem ég taldi hugsjónir Framsóknarflokksins, hefur vikið fyrir vonbrigðum og skömm. Ég hef því sagt mig úr Framsóknarflokknum,“ skrifar Hreiðar að lokum. 

Af Facebooksíðu Hreiðars.
Af Facebooksíðu Hreiðars. Mynd/Facebook
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert