Mikil hey en misjöfn gæði

Margir bændur voru í heyönnum í Borgarfirði í gær.
Margir bændur voru í heyönnum í Borgarfirði í gær. mbl.is/Sigurður Bogi Sævarsson

Útlit er fyrir að hey verði mikil eftir sumarið en þau verða misjöfn að gæðum. Vegna óþurrka sunnanlands og vestan sprettur grasið úr sér eða hrekst á túnum og fóðurgildi þess minnkar dag frá degi.

Kúabændur sem náðu að slá snemma og nýta þurrka í júní fengu mikil og góð hey. Þeir eiga sömuleiðis von á góðum háarheyskap vegna þess að grasið vex áfram í hlýindum og úrkomu.

Bændur sem ekki náðu að nýta þurrkana í júní hafa átt í erfiðleikum með heyskap því lítið hefur verið um þurrk í júlímánuði. Þetta á við um marga sauðfjárbændur sem beittu tún sín í vor. Einhverjir náðu að bjarga sér um helgina.

Í umfjöllun um heyskap í Morgunblaðinu í dag kemur fram, að ástandið er allt annað norðanlands og austan.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Kauptu vikupassa

Lestu meira með vikupassa!

Fáðu þér vikupassa fyrir 1.990 kr. og þú færð aðgang að öllu efni úr blaði dagsins í dag og næstu 6 daga.

Kaupa vikupassa

Aðrar áskriftarleiðir »