Bit innanlands ekki valdið Lyme-sjúkdómi

Skógarmítill
Skógarmítill Af vef Náttúrufræðistofunar

Hvorki Lyme-sjúkdómur né heilabólga hafa verið staðfest hér á landi af völdum bits skógarmítla innanlands. Þetta segir sóttvarnarlæknir sem veitir einnig upplýsingar um fyrirbyggjandi aðgerðir gegn biti af völdum skógarmítla og hvernig fjarlægja á skógarmítla af húð.

Mbl.is hefur að undanförnu greint frá sögum tveggja karlmanna sem bitnir voru af skógarmítli og veiktust mikið eftir það. Annars vegar er það sænski blaðamaður­inn Svan­te Li­den og hins vegar Brand­ur Bjarna­son Karls­son.

Á vefsvæði Landlæknis er haft eftir sóttvarnarlækni að hvorki Lyme-sjúkdómur né heilabólga hafi verið staðfest hér á landi af völdum bits innanlands. Bit af völdum skógarmítla getur valdið aðallega tvenns konar sjúkdómum; Lyme-sjúkdómi sem orsakast af bakteríu (borrelíu) og heilabólgu sem orsakast af veiru. Engin bóluefni eru til gegn Lyme-sjúkdómi en bóluefni er til gegn heilabólgu.

Upplýsingar um fyrirbyggjandi aðgerðir gegn biti af völdum skógarmítla og hvernig fjarlægja á skógarmítla af húð má finna á heimasíðu Embættis landlæknis:

Mítilborin heilabólga 

Borrelíósa - Lyme-sjúkdómur (skógarmítill)

mbl.is