„Vissi varla hvað vökudeild var“

Elísabet Anna Gunnarsdóttir fæddist 6. janúar, fimmtán vikum fyrir tímann. Í dag heilsast henni þó vel og engin alvarleg heilsufarsvandamál hafa gert vart við sig.

Móðir Elísabetar, Jessica Leigh Andrésdóttir, segir vökudeildina á Barnaspítala Hringsins hafa skipt sköpum á fyrstu mánuðum Elísabetar. Hún hyggst því taka þátt í Reykjavíkurmaraþoninu og safna áheitum fyrir Hringinn.

Hægt er að heita á Jessicu á vefsíðu hlaupastyrks

mbl.is