Segir vantraust á ráðuneytið pólitískt moldviðri

Hanna Birna Kristjánsdóttir - Ráðherra ber að eigin sögn að ...
Hanna Birna Kristjánsdóttir - Ráðherra ber að eigin sögn að hafa í heiðri að allir séu saklausir uns sekt er sönnuð. Allir starfsmenn ráðuneytisins hafi neitað því að leka upplýsingum um Tony Omos. Eggert Jóhannesson

„Það verður að vera skýlaus réttur almennings að kæra hið opinbera ef honum líður eins  og brotið hafi verið á sér. Ef við ætlum alltaf að láta það skapa pólitískt moldviðri, í hverslags réttarríki lifum við þá?“

Þetta sagði Hanna Birna Kristjánsdóttir innanríkisráðherra í útvarpsviðtali í þættinum Sprengisandi nú í morgun, en Helgi Hrafn Gunnarsson alþingismaður hafði áður komið fram í þættinum og sagt Alþingi eiga erfitt með að treysta innanríkisráðuneytinu vegna lekamálsins svokallaða.

Saklausir uns sekt er sönnuð

Hanna Birna ítrekar í viðtalinu að hún hafi ekkert brotið af sér í tengslum við málið. Hún segist ekki hafa nokkra hugmynd um hver lak upplýsingum um hælisleitandann Tony Omos til fjölmiðla á sínum tíma og spyr jafnframt hvaða hag hún ætti að hafa af slíku.

Þá segir hún alvanalegt að starfsmenn ráðuneytisins séu í samskiptum við fjölmiðla. „Ráðuneytið mitt hefur fimmtíu málaflokka undir. Rannsóknin tengist ekkert því. Hún tengist því hvort menn hafi sent frá sér minnisblað.“

Allir starfsmenn ráðuneytisins neita því að hafa lekið upplýsingunum. Þær hafi tengst samantekt sem var unnin úr gögnum af undirstofnunum ráðuneytisins. „Ég er dómsmálaráðherra sem ber að hafa í heiðri að allir séu saklausir uns sekt er sönnuð. Ég get ekki bara hent fólki út úr ráðuneytinu til að létta á mér pólitísku álagi.

Veit ekkert um manninn

Þegar minnisblað ratar í fjölmiðla er það eðlilega kært, að sögn Hönnu Birnu. „Rannsóknin hefur gengið út á að velta því fyrir sér hvernig þessi samantekt fór út úr ráðuneytinu, ef hún þá fór, vegna þess að samantektin sem við höfum séð í fjölmiðlum er ekki eins og okkar samantekt.“

„Ég hef enga aðkomu að svona málum. Þetta er samið af embættismönnum.“ Segist Hanna Birna ekki vita nokkurn skapaðan hlut um Tony Omos. „Hvaða hag ætti ég að hafa af þessu máli?“ Einstaklingsmál af þessu tagi rati aldrei á hennar borð.

Áttum okkur á því að þessi einstaklingur sem um ræðir, það var búið að dæma hann úr landinu í tvígang. Hann var eftirlýstur af lögreglu á þessum tímapunkti, það voru mótmæli fyrir utan ráðuneytið og menn hafa jafnvel gert því skóna að það hafi verið eitthvað mikið mál fyrir mig.“ Varla líði sú vika í ráðuneytinu sem hún taki ekki við mótmælaskjölum út af innflytjendum. 

Trúnaðarbrot ef gögnin komu frá ráðuneytinu

Hún segir að komi í ljós að starfsmaður í ráðuneyti hennar hafi sent gagnið frá sér, hafi sá hinn sami brotið trúnað gagnvart henni. „Vegna þess að ég er ekki upplýst um það. Ég get ekki sagt það sannara, ég er ekki upplýst um það.“

Blaðamaður mbl.is náði ekki tali af innanríkisráðherra að svo stöddu, en hún er nú farin í frí að sögn aðstoðarmanns ráðherra.

Hlusta má á fyrri hluta viðtalsins hér.

mbl.is

Innlent »

Hleypur sitt 250. maraþon

21:30 Fáir komast með tærnar þar sem Bryndís Svavarsdóttir er með hælana þegar kemur að fjölda maraþonhlaupa. Á laugardaginn hyggst hún hlaupa sitt 250. maraþon. Þetta verður 23. Reykjavíkurmaraþon hennar í röð og 12. maraþonið á þessu ári sem hún hleypur. Meira »

Keyrsla á Söndru Rún

21:15 Kennsla á haustönn í Borgarholtsskóla byrjaði í vikubyrjun og Sandra Rún Ágústsdóttir heldur áfram í bílamálun og bifvélavirkjun þar sem frá var horfið í vor. Í sumar keyrði hún 18 hjóla trukk frá morgni til kvölds og hefur hug á að halda áfram á þeirri braut í vetur með náminu. Meira »

Hafa safnað 10% hærri upphæð en í fyrra

20:55 5.300 hlaupa til góðs í Reykjavíkurmaraþoninu í ár fyrir 190 góðgerðafélög og hafa aldrei verið fleiri. Áheitasöfnunin á hlaupastyrkur.is gengur mjög vel og er búið að safna 10% hærri upphæð nú en á sama tíma í fyrra. Reykjavíkurmaraþonið fer fram í 36. sinn í ár. Meira »

Útskýrðu starfsumhverfi lögreglu

20:40 „Við fórum yfir verklag á borgarhátíðum og útskýrðum okkar starfsumhverfi,“ sagði Sigríður Björk Guðjónsdóttir, lögreglustjóri LRH. Sigríður Björk mætti í dag á fund mann­rétt­indaráðs Reykja­vík­ur­borg­ar, þar sem verklag lög­reglu á hátíðum á veg­um borg­ar­inn­ar var til umræðu. Meira »

Stúdentar hætta að selja vatn

20:25 Tekin hefur verið ákvörðun um að hætta að selja vatn í plastflöskum í mötuneyti Félagsstofnunar stúdenta, Hámu. Sömuleiðis hefur úrval vegan-matar í Hámu tekið stakkaskiptum og standa nú tveir heitir vegan-réttir stúdentum til boða í hádeginu. Meira »

„Flæði af lyfseðilskyldum lyfjum“

19:56 „Það sem gerðist í fyrra var að við vorum allt í einu með þetta flæði af lyfseðilskyldum lyfjum sem krakkarnir voru allt í einu komin á fullt í,“ svarar Guðmundur Fylkisson, aðalvarðstjóri hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu, spurður um fækkun leitarbeiðna vegna týndra barna og ungmenna. Meira »

Drengnum ekki vikið úr FÁ

19:10 „Honum hefur ekki verið vikið úr skólanum. Það er ekki rétt. Við megum ekki víkja nemendum úr skóla sem ekki eru orðnir 18 ára gamlir,“ segir skólameistari FÁ spurður um mál fatlaðs drengs sem greint var frá að hefði verið vikið úr sérdeild skólans eftir tveggja daga skólavist. Meira »

„Sókn og vörn íslenskunnar í fortíð, nútíð og framtíð“

18:48 „Við erum að efla rannsóknir á ritmenningu okkar sér í lagi frá miðöldum. Ég legg mikla áherslu á sókn og vörn íslenskunnar, í fortíð, nútíð og framtíð. Að kunna góð skil á bókmenntaarfinum hjálpar okkur að horfa til framtíðar,“ segir Lilja Dögg Alfreðsdóttir menntamálaráðherra. Meira »

Stöðvuðu kannabisrækt í Kópavogi

18:33 Vinnueftirlitið óskaði eftir aðstoð lögreglu í Grafarholti um ellefuleytið í morgun vegna erlendra verkamanna sem voru þar í vinnu án allra réttinda. Þá stöðvaði lögregla kannabisræktun í Kópavogi. Meira »

Fatlaður drengur rekinn eftir tvo daga

18:08 Freyr Vilmundarson er fatlaður drengur sem var rekinn úr sérdeild Fjölbrautaskólanum í Ármúla fyrir fötluð börn eftir aðeins tvo daga í námi. Fyrri daginn var hann með fylgdarmann með sér en sagt að hann þyrfti hann ekki með seinni daginn. Meira »

„Ekki margar konur úr að velja“

17:59 „Hann hefur sagst ætla að gera tillögu innan þingflokksins, en ómögulegt a segja hver hún verður,“ svarar Ólafur Þ. Harðarson, prófessor í stjórnmálafræði við Háskóla Íslands, er blaðamaður spyr hvort hægt sé að spá fyrir hver tillaga Bjarna Benediktssonar verður um skipun nýs dómsmálaráðherra. Meira »

Opna netverslun fyrir íslenskan fisk

17:21 Captain's Box hyggst selja hágæða sjávarafurðir í áskrift og senda vítt og breitt um Bandaríkin í umhverfisvænum umbúðum sem halda fiskinum köldum. Meira »

Ólík tíðni banaslysa í umferðinni

17:07 Sviðsljós Tíðni banaslysa í umferðinni í Evrópu er afar misjöfn eftir löndum samkvæmt nýjum samanburði Eurostat, Hagstofu Evrópusambandsins á fjölda þeirra sem létust í umferðinni í 32 Evrópulöndum á árinu 2017. Meira »

Hlé gert á formlegri leit að sinni

16:47 Lögreglan á Suðurlandi hefur ákveðið að gera hlé á formlegri leit að belgíska ferðamanninum sem talinn er hafa fallið í Þingvallavatn 10. ágúst. Áfram verður fylgst með vatninu, en komi ekkert nýtt upp verða bakkar þess gengnir að þremur til fjórum vikum liðnum. Meira »

Skora á Katrínu að lýsa yfir neyðarástandi

16:39 Píratahreyfingin tekur undir áskorun helstu náttúruverndarsamtaka landsins og skorar á Katrínu Jakobsdóttur forsætisráðherra að lýsa yfir neyðarástandi í loftslagsmálum. Meira »

Hvetur Breta til EES-aðildar

16:34 „Ég efast ekki um að Bretlandi mun farna vel eftir útgöngu úr Evrópusambandinu, hvort sem það er með samningi eða ekki,“ segir Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins, og leggur til að Bretland gangi tímabundið í EES í aðsendri grein sem birt hefur verið á vef Spectator í Bretlandi. Meira »

35 milljónir í miðaldarannsóknir

16:30 35 milljónum verður varið árlega næstu fimm árin til rannsókna á íslenskri ritmenningu á miðöldum. Samstarfsyfirlýsing ráðuneyta, Árnastofnunar og Snorrastofu þess efnis var undirrituð í Reykholti í dag. Meira »

Krefjast frávísunar á máli VR

16:02 Fjármálaeftirlitið og Lífeyrissjóður verzlunarmanna fara fram á að máli stéttarfélagsins VR á hendur þeim verði vísað frá, en fyrirtaka var í málinu í Héraðsdómi Reykjavíkur fyrir hádegi þar sem frávísunarkrafan var lögð fram. Meira »

Sáttanefnd lauk störfum án sátta

15:38 Sáttanefnd forsætisráðuneytisins í Guðmundar- og Geirfinnsmálinu hefur afhent ríkisstjórninni skilagrein og er hætt störfum. Sáttaviðræðunum lauk formlega 1. júlí síðastliðinn, í kjölfar þess að bótakrafa var lögð fram fyrir hönd Guðjóns Skarphéðinssonar. Meira »
4949 skart hálfesti og armband
Útskriftargjöf, Er með nokkrar hálsfestar og armbönd úr 4949 línunni til sölu h...
Súper sól
Súper sól Hólmasel 2, 209 Reykjavík, sími 587 0077...
TIL LEIGU VIÐ ÁRMÚLA
TIL LEIGU ÁRMÚLI gott 125 m2 iðnaðar-húsnæði við Ármúla, fín lofthæð, rúmgóð mal...
Útsala ! Kommóða og eldhússtólar...
Till sölu 3ja skúffu kommóða,ljós viðarlit. Lítur mjög vel út.. Verð kr 2000......