Líf 400 geita í hættu

Geitin Casanova er ein af tæplega 400 geitum á Háafelli …
Geitin Casanova er ein af tæplega 400 geitum á Háafelli í Hvítársíðu í Borgarfirði. Af fjáröflunarsíðunni Indiegogo.

Að öllu óbreyttu fer jörðin Háafell í Hvítársíðu í Borgarfirði á uppboð í næsta mánuði. Rúmlega fjörtíu milljóna króna skuld hvílir á jörðinni og takist ekki að semja um hana missa geitabændurnir Jóhanna B. Þorvaldsdóttir og Þorbjörn Oddsson heimili sitt og atvinnu. Á bænum eru tæplega 400 geitur og verður þeim slátrað.

Þrjár konur, Íris Þorsteinsdóttir, Jody Eddy og Rebecca Morris, hafa nú hafið söfnun á fjáröflunarsíðunni indiegogo í von um að hægt verði að bjarga bænum, jörðinni og geitunum. Markmiðið er að safna um tíu milljónum króna, en að sögn Jóhönnu er það upphæðin sem þarf til svo hugsanlega verði hægt að semja við bankann og koma í veg fyrir uppboðið.

Aðspurð segir Jóhanna að skuldirnar komi til vegna uppbyggingar á stofni sem gefur ekki af sér fyrstu árin. Hún hafi talið að fjölskyldan fengi stuðning þar sem um er að ræða tegund í útrýmingarhættu og því farið af stað með uppbyggingu á Háafelli. Nokkrir styrkir hafi fengist í gegnum árin en þeir hafi ekki verið stórir.

Komi til uppboðs þarf að slátra geitunum. Á búinu eru tæplega fjögur hundruð geitur, 190 fullorðin dýr og 170 kið.

Geiturnar á Háafelli hafa farið víða, þrátt fyrir að dvelja að jafnaði úti á túni eða í útihúsunum við bæinn. Nokkrar þeirra fóru með hlutverk í fjórðu þáttaröð Game of Thrones og var geitin Casanova meðal annars hrifin í burtu af dreka Khaleesi.

Fjáröflun á síðunni Indiegogo

Save Háafell Goat Farm

Eldri fréttir mbl.is um geiturnar á Háafelli:

Íslenskur Casanova í Game of Thrones

Hugað líf eftir brodd og volga sturtu

Peysa kom Casanova til bjargar

Casanova fær nýja peysu

Jóhanna missir atvinnu sína, dýrin og heimilið, takist ekki að …
Jóhanna missir atvinnu sína, dýrin og heimilið, takist ekki að semja um skuldirnar. Mynd/Geitfjársetrið á Háafelli
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert