Hinsegin bókasafn á Seltjarnarnesi

Hinsegin bókasafn - Bókasafn Seltjarnarness hefur tínt til efni um …
Hinsegin bókasafn - Bókasafn Seltjarnarness hefur tínt til efni um samkynhneigð

Bókasafn Seltjarnarness býður gestum að kynna sér fjölbreytt úrval bóka og mynda sem fjalla um samkynhneigð á einn eða annan hátt í tilefni Hinsegin daga 5.-10. ágúst. Um er að ræða skáldsögur, ævisögur, unglingabækur, myndir og ýmislegt annað efni sem er í senn fræðandi, upplýsandi og skemmtilegt, eins og segir í tilkynningu.

„Margir eru að leggja málstað Hinsegin daga lið og við sáum þarna kjörið tækifæri til þess að gera það líka, með því að tína til þær bækur og það efni sem við eigum til,“ sagði Soffía Karlsdóttir, sviðsstjóri menningar- og samskiptasviðs í Seltjarnarnesi, í samtali við mbl.is í dag. Hún kveðst eiga von á góðum viðbrögðum, en hinsegin bókasafnið var nýopnað þegar blaðamaður náði tali af henni.

Með framtakinu vill bókasafnið sýna hinsegin fólki samstöðu, efla fjölbreytileika og gefa hinum einstöku hátíðarhöldum sinn lit. Bókasafnið er opið alla virka daga kl. 10-19 og föstudaga til kl. 17.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert