Viðrar vel fyrir Gleðigönguna

14-15 stiga hiti verður um helgina í Reykjavík en hin …
14-15 stiga hiti verður um helgina í Reykjavík en hin árlega Gleðiganga fer þá fram. Eggert Jóhannesson

Um helgina fara fram hátíðirnar Fiskidagar á Dalvík og Gleðigangan í Reykjavík. Að sögn veðurfræðings hjá Veðurstofu Íslands mega gestir hátíðanna búast við fínu veðri á öllum þessum stöðum.

Í Reykjavík verður skýjað með köflum og 14-15 stiga hiti síðdegis. Á Fiskidögum á Dalvík verður ekki hvasst en skýjað og rigning með köflum. Hitinn þar verður á bilinu 8-10 stig. 

Þá verður veður fínt á Suð-Austur horninu, hæg norðaustlæg átt.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert