Leituðu á heilsugæslu með matareitrun

Nokkrir leituðu á heilsugæslustöðina með einkenni sýkingar í meltingarvegi.
Nokkrir leituðu á heilsugæslustöðina með einkenni sýkingar í meltingarvegi. © Mats Wibe Lund

Nokkrir leituðu á Heilsugæslustöð Dalvíkur aðfaranótt fimmtudags með einkenni sýkingar í meltingarvegi. Fleiri hringdu á stöðin í gær og tilkynntu einkenni og hefur stöðin á þennan hátt frétt af veikindum rétt rúmlega 30 manns. Þetta kemur fram í tilkynningu frá heilsugæslustöðinni. 

Grunur vaknaði um að einkennin mætti rekja neyslu á aðkeyptum mat og staða mála því tilkynnt til sóttvarnarlæknis og fulltrúa Heilbrigðiseftirlits Norðurlands Eystra í gærmorgun. Frekari athugun á málinu er í eðlilegum farvegi, segir í tilkynningu. Samkvæmt upplýsingum frá Heilbrigðiseftirliti Norðurlands eystra er talið að fólkið hafi veikst eftir að hafa borðað taílenskan mat. Var maturinn til boða á veitingasölu sem sett var upp tímabundið í bænum. 

Allir sem veiktust eru á batavegi en einn veikur maður var sendur á bráðamóttöku Sjúkrahúsins á Akureyri. Engar tilkynningar um ofangreind veikindi hafa borist í dag.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert