Páll Óskar toppar sig í ár

Frá Gleðigöngunni í fyrra.
Frá Gleðigöngunni í fyrra. Ómar Óskarsson

„Undirbúningurinn gengur bara mjög vel. Það verða mjög fjölbreytt atriði, stuð og pólitík og allt þar á milli,“ segir Ásta Kristín Benediktsdóttir, ein af göngustýrum Gleðigöngu Hinsegin daga sem fer fram í Reykjavík á morgun. 

Að sögn Ástu eru atriðin í ár rétt um þrjátíu og hvert öðru glæsilegra. Jafnframt mun söngvarinn Páll Óskar Hjálmtýsson taka þátt í göngunni eins og fyrri ár og ætti enginn að missa af því að mati Ástu. „Páll Óskar mun líklegast toppa sig í ár. Hann verður með síðasta atriðið og enginn ætti að missa af honum, atriðið hans er stórkostlegt.“

Aðspurð segist Ásta eiga von á mörgum gestum á gönguna í ár. „Ég hef fulla trú á að það mæti margir á morgun, það er góð veðurspá og allt eins og á verður kosið.“

Samkvæmt Veðurstofunni er spáð góðu veðri á morgun á höfuðborgarsvæðinu. „Ég myndi segja að veðrið á morgun verði bara mjög gleðilegt í miðbænum,“ segir Björn Sævar Einarsson, veðurfræðingur á Veðurstofu Íslands, í samtali við mbl. „Það er spáð björtu veðri og um fimmtán stiga hita frameftir degi. Bara eins og best verður á kosið.“

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert