Brynjar Karl hálfnaður með Titanic

Sex metra löng Legó-eftirlíking af ólukkufleyinu Titanic er nú óðum að taka á sig mynd í vinnustofu hins ellefu ára gamla Brynjars Karls sem ver nú öllum sínum stundum í skipasmíðina. Hann er ánægður með hvernig verkinu miðar og segist vera aðeins meira en hálfnaður. 

Brynjar Karl, sem er einhverfur, heillaðist af Titanic þegar hann rakst á efni um sögu skipsins á Youtube og hann segir að það hafi líklega verið ævintýraleg upplifun að stíga um borð í Titanic á sínum tíma, íburðurinn hafi verið engu líkur.

Eftir tvö ár er stefnt á að nýtt skip; Titanic II, verði tekið í notkun og Brynjar Karl segist stefna á að ferðast með Titanic í þetta skiptið.

mbl.is kom við á Krókhálsinum þar sem Brynjar Karl hefur aðstöðu. 

Frétt mbl.is: Enginn lagt í slíkt verkefni áður.

Frétt mbl.is: 6 metra Legó-Titanic í fæðingu.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert