Allt að 20 stiga hiti í Reykjavík

Borgarbúar eru þegar teknir að streyma í miðborg Reykjavíkur og í Nauthólsvík en veður er gott, 16 stiga hiti og heiðskírt. Samkvæmt upplýsingum frá Veðurstofunni má gera ráð fyrir að hiti fari upp í 20 stig í dag í höfuðborginni en hiti mun ná allt að 22 stigum á suðvestanverðu landinu.

Óttarr Hrafnkelsson, deildarstjóri hjá Siglunesi, segir það óútreiknanlegt hversu margir leggi leið sína í Nauthólsvíkina í dag en segir að á góðum sumardögum sé fjöldinn á bilinu 3–5 þúsund manns sem mæti á ylströndina yfir daginn.

„Við gerum ráð fyrir því að það verði líf og fjör. Það er opið til kl. 19, sjór, sandur, heitir pottar, eimbað og góð stemning. Það er það sem við leggjum upp með,“ segir Óttarr.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert