Sjónskert tónlistarfólk heiðrað

„Við þurftum bara að velja úr hvað við gætum hugsanlega notað,“segir Rósa Ragnarsdóttir söngkona í hljómsveitinni The Visionaries sem er skipuð sjónskertu tónlistarfólki. Sveitin kemur fram á þriðjudag í tilefni af 75 ára afmæli Blindrafélagsins og flytur tónlist eftir bæði innlent og erlent tónlistarfólk með skert sjón.

mbl.is leit inn á æfingu hjá sveitinni í dag þar sem verið var að stilla saman strengina og æfa lög. 

Leiðrétting 20.08.2014: Lagið sem heyrist í lokin og var samið af Gísla Helagsyni var samið í tilefni af 60 ára afmæli Blindrafélagsins en ekki 75 ára afmælinu.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert