Herðubreiðarlindir gætu horfið

Gróðurinn í Herðubreiðarlindum þykir furðu fjölbreyttur miðað við hæð yfir ...
Gróðurinn í Herðubreiðarlindum þykir furðu fjölbreyttur miðað við hæð yfir sjávarmáli. Má þar nefna ætihvönn, gulvíði og fjólubláar eyrarrósarbreiður. mbl.is/Una Sighvatsdóttir

Hugsanlegt er að gróðurvinin í Herðubreiðarlindum hyrfi meira og minna ef stórt hlaup verður í Jökulsá á Fjöllum. Margir unna þessari litlu paradís sem er sannkölluð vin í svartri eyðimörkinni umhverfis Vatnajökul, en lífríkið þar er viðkvæmt og Jökulsáin gengur á það jafnvel í venjulegu sumarrennsli.

„Ef við fáum stórt hlaup og ef það verður langvarandi mikið vatnsstreymi á svæðinu þá gætu þær alveg farið til fjandans,“ segir Daði Lange Friðriksson, héraðsfulltrúi Landgræðslunnar á Norðurlandi eystra.

Hjörleifur Finnsson, þjóðgarðsvörður á norðursvæði Vatnajökulsþjóðgarðs, tekur í sama streng. „Án ábyrgðar þá myndi ég nú segja að líklegast sé að gróðurvinin í Herðubreiðarlindum færi, meira og minna. Það hefur þurft að verja hana undanfarin ár bara fyrir venjulegu sumarrennsli og það er mjög líklegt að allir minni varnargarðar sem eru í ánni muni sópast burt um leið.“

Stöðugt að étast úr gróðrinum

Herðubreiðarlindir voru friðlýstar árið 1974, m.a. vegna þess óvenjulega fjölbreytta gróðurs, miðað við hæð yfir sjávarmáli, sem sprettur á bökkum lindarvatnsins sem þar streymir undan jaðri hraunsins og myndar ána Lindá. Talið er að Fjalla-Eyvindur hafi hafst þar við í gjótu heilan vetur.

Andstæðurnar í náttúrunni eru miklar þegar komið er á þennan griðastað eftir langt ferðalag í gegnum hraun og sanda þar sem lítið líf þrífst. Rétt austan við Herðubreiðarlindir rennur Jökulsá á Fjöllum og eirir engu sem fyrir verður. „Það hefur stöðugt verið að étast úr gróðrinum undanfarin ár og ég myndi halda að það þyrfti ekkert sérstaklega stórt flóð til þess að hún myndi leggjast yfir þetta allt,“ segir Hjörleifur.

Daði Lange bendir á að jökulvatn sé nú þegar búið að taka talsvert af sjálfri Lindánni. „Lindáin er orðin helmingi styttri en hún var í kringum 1960 því Jökulsáin er búin að éta sig þarna upp. Það er margbúið að breyta vaðinu og færa veginn upp í hraunið. Þegar menn voru að fara þarna fyrst var alltaf farið fyrir neðan hraunið.“

Varnargarðar bresta á hverju sumri

Árið 2000 var vígður varnargarður við ármót Kreppu og Jökulsár á Fjöllum, sem ætlaður var til að verja Herðubreiðarlindir fyrir ágangi jökulsvatnsins. Það var gert í kjölfar stórs hlaups í Kreppu sumarið áður, sem skildi eftir sig miklar gróðurskemmdir við Herðubreiðarlindir. Það þarf þó ekki hlaup til því á varnargarðana reynir líka í hefðbundnu sumarrennsli. Undanfarin ár hefur á hverju ári verið mokað upp úr árfarveginum í garðana, sem hafa brostið á hverju ári að sögn Daða og jökulvatnið flætt yfir.

Eftir gosið í Grímsvötnum 2011 var Vatnajökull svartur að hluta vegna öskulags sem varð til þess að það sumarið bráðnaði heldur meira en í venjulegu ári. „Þá braut áin þarna land og hefði það haldið áfram sumarið eftir þá hefði þurft að gera eitthvað róttækt, annaðhvort með varnargörðum eða með því að færa veginn,“ segir Hjörleifur og á þá við Öskjuleið F88, sem nú er lokuð.

Það sumar fór rennsli árinnar oft upp í 800 rúmmetra á sekúndu. Miklar sveiflur eru í rennslinu, á veturna er hún oft innan við 100 rúmmetrar en eðlilegt sumarrennsli er frá 450 rúmmetrum og upp í 600 á sekúndu þegar mest er. Vatnavárhópur Veðurstofu Íslands áætlar að hugsanlegt hlaup gæti orðið frá 5000 til 20.000 rúmmetrum á sekúndu, ef eldgos verður í Bárðarbungu, margfalt meira en venjulegt sumarrennsli.

Gæti jafnað sig með tímanum

Áður en unnendur Herðubreiðarlinda bresta í grát er þó rétt að geta þess að vatnsmagnið eitt hefur ekki allt um það að segja hvort gróðurvinin skemmdist varanlega eða hyrfi. „Þetta snýst líka um það hvað þetta er langur tími. Ef þetta er bara smáskot þá jafnar það sig með tímanum og gróðurinn vex bara upp úr þeim sandi sem eftir verður. En ef þetta liggur og byrjar að rífa eitthvað þá geta menn bara gleymt Herðubreiðarlindum,“ segir Daði Lange.

„Þannig að það má alveg hafa áhyggjur af þeim, en menn geta kannski ekki gert neitt mikið í því heldur hvort eð er,“ bætir Daði við og bendir á að maðurinn er æði-smár í hinu jarðfræðilega samhengi.

„Við hugsum alltaf um hvernig landið er eins og við sjáum það á okkar líftíma, en það hafa komið hamfarahlaup áður og það hafa komið eldgos og hraun, en landið gróið upp aftur. Þetta er gangur lífsins. Það kemur bara eitthvað nýtt í staðinn.“

Herðubreiðarlindir eru sannkölluð vin í svartri eyðimörkinni umhverfis Vatnajökul.
Herðubreiðarlindir eru sannkölluð vin í svartri eyðimörkinni umhverfis Vatnajökul. mbl.is/Una Sighvatsdóttir
Ferðafólk á vaðinu yfir Lindá, sem hefur verið að færast ...
Ferðafólk á vaðinu yfir Lindá, sem hefur verið að færast til vegna ágangs Jökulsár á Fjöllum. mbl.is/Una Sighvatsdóttir
Þorsteinsskáli í Herðubreiðarlindum.
Þorsteinsskáli í Herðubreiðarlindum.
Andstæðurnar í náttúrunni eru miklar þegar komið er inn í ...
Andstæðurnar í náttúrunni eru miklar þegar komið er inn í Herðubreiðarlindir eftir langt ferðalag gegnum hraun og sanda þar sem lítið líf þrífst. Í miklu jökulhlaupi gæti gróðurvinin horfið. mbl.is/Una Sighvatsdóttir
Ferðafólk á gróskumiklum bökkum Herðubreiðarlinda.
Ferðafólk á gróskumiklum bökkum Herðubreiðarlinda. mbl.is/Una Sighvatsdóttir
mbl.is

Bloggað um fréttina

Innlent »

Hluti af minjasafni Vals í hættu

09:40 „Við Valsmenn höfum mestar áhyggjur af því að þarna séu munir sem hafi skemmst, því miður,“ segir Lárus Blöndal Sigurðsson, framkvæmdastjóri Vals. Meira »

Telja eftirliti með skutulbyssum ábótavant

09:30 Samtökin Jarðarvinir telja að eftirliti með skutulbyssum Hvals hf. sem notaðar eru við hvalveiðar virðist vera verulega ábótavant og hafa sent lögreglunni á Vesturlandi erindi þess efnis. Meira »

Vatnstjón í Valsheimilinu

09:16 Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins var kallað út að Hlíðarenda rétt fyrir sjö í morgun vegna mikils vatnsleka. Unnið er að því að þurrka upp og bera út muni en einhver söguleg verðmæti voru geymd í kjallara Valsheimilisins. Meira »

Dregur framboð til baka

09:01 Jakob S. Jónsson hefur ákveðið að draga framboð sitt til formanns Neytendasamtakanna til baka af persónulegum ástæðum. Þetta kemur fram í tilkynningu sem hann hefur sent frá sér. Meira »

Snjallsímar breyttu stöðunni

08:38 Með langa reynslu af olíumarkaðnum í farteskinu hefur Margrét Guðmundsdóttir farið fyrir stjórn N1 síðustu árin. Nýlega samþykkti Samkeppniseftirlitið kaup þess á Festi og með því er orðinn til smásölurisi sem teygir sig yfir mörg svið, allt frá eldsneytisverslun til raftækja og matvöru. Meira »

Sea Shepherd stofna Íslandsdeild

08:33 Sérstök Íslandsdeild hefur verið stofnuð innan umhverfisverndarsamtakanna Sea Shepherd. Stofnfundurinn var haldinn á skemmtistaðnum Gauknum og var Alex Cornelissen, forstjóri samtakanna á heimsvísu, viðstaddur fundinn. Meira »

Lætur krabbameinið ekki stöðva sig

08:30 Guðrún Sigríður Ágústsdóttir, Sirrý, er 44 ára. Hún segir lífið núna enda talar hún af reynslu. Hún greindist með leghálskrabbamein 2010 og aftur 2015 og þá voru henni gefin eitt til þrjú ár. Á næstu dögum nær hún í grunnbúðir Everest. Meira »

Sprengja úr Dýrafjarðarstafni

08:18 Útlit er fyrir það að öll vötn falli til Dýrafjarðar í apríl ef gangagröfturinn gengur jafn vel og til þessa. Eru um það bil 25 vikur þangað til gangamenn slá í gegn, þangað sem vinnu lauk Arnarfjarðarmegin. Meira »

Hrun í bílasölu eftir að krónan gaf eftir

07:57 Egill Jóhannsson, forstjóri Brimborgar, áætlar að sala nýrra fólksbíla hafi dregist saman um 30% síðustu 3-4 vikur. Samdrátturinn hafi hafist eftir að gengi krónu fór að gefa eftir í sumarlok. Sala til bílaleiga er meðtalin en hlutur hennar í heildarsölunni hefur farið minnkandi. Meira »

Fyrir þá sem vilja vakna brosandi

07:37 K100 er fyrsta útvarpsstöðin sem hefur dagskrá klukkan sex að morgni og munu Jón Axel Ólafsson, Ágeir Páll Ásgeirsson og Kristín Sif Björgvinsdóttir stýra þættinum Ísland vaknar. Segja þau í samtali við blaðamann að þátturinn sé fyrir þá sem vilja vakna brosandi. Meira »

Einmana og félagslega einangruð

06:59 „Við sjáum félagslega einangrun og einmanaleika í stórauknu mæli í samfélaginu öllu – frá barnæsku til efri ára. Við sjáum dæmi þess að félagslegt misrétti og félagsleg einangrun erfist milli kynslóða,“ segir Árni Páll Árnason í nýrri skýrslu um norræna velferðarkerfið. Meira »

„Sunnudagur lítur betur út“

06:38 Alldjúp lægð er nú langt suðvestur af landinu en skilin frá henni ganga yfir í dag. Næsta lægð er væntanleg aðfaranótt laugardags og útlit fyrir storm og mikla rigningu. En huggun harmi gegn þá lítur sunnudagur betur út. Meira »

Sérstök þjónusta fyrir konur

06:32 Velferðarráðuneytið hefur falið Þróunarmiðstöð heilsugæslunnar að útfæra tilraunaverkefni um móttöku innan heilsugæslunnar þar sem konur gætu sótt ráðgjöf og ýmsa þjónustu vegna sértækra heilsufarsvandamála sem eru bundin við konur. Meira »

Heimilisofbeldi og eftirför

05:51 Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu barst tilkynning um heimilisofbeldi í Hafnarfirði í nótt en ofbeldismaðurinn hafði yfirgefið heimilið áður en lögreglan kom þangað. Meira »

Miklar brotalamir í samráðskerfum

05:30 Lýðræðisgáttir Reykjavíkurborgar á netinu eru í lamasessi. Gjörbreyta þarf verkefnum sem borgin hefur hrundið af stað á undanförnum árum til að auka samráð og þátttöku borgaranna. Meira »

Rýfur 500 þúsund eintaka múrinn

05:30 „Á meðan mér finnst ég hafa eitthvað fram að færa sem rithöfundur og fæ hugmyndir til þess að vinna úr held ég áfram,“ segir Arnaldur Indriðason rithöfundur. Meira »

Segist ekki hafa skálað við Kjærsgaard

05:30 „Nei, ég skálaði ekki við hana, ég hitti hana ekki einu sinni,“ segir Halldóra Mogensen, þingmaður Pírata, um ummæli Ásmundar Friðrikssonar, þingmanns Sjálfstæðisflokksins, sem féllu undir liðnum störf þingsins við upphaf þingfundar í gær. Meira »

Þarf að huga að auðlindagjaldi

05:30 Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra, telur miklar líkur á að fjárfestingar erlendra aðila í ferðaþjónustu muni aukast á næstu árum, þar sem áhugi fjárfesta á ferðaþjónustu hafi aukist verulega og líklegt sé að sá áhugi muni ná í auknum mæli til erlendra aðila. Meira »

Ekkert bólar á kostnaðarmatinu

05:30 Hvorki stéttarfélögin í Starfsgreinasambandi Íslands og VR né Samtök atvinnulífsins hafa enn birt mat á kostnaði við kjarakröfur félaganna vegna endurnýjunar kjarasamninga. Meira »
Hreinsa rennur
Hreinsa þakrennur, fyrir veturinn og tek að mér ýmis smærri verkefni. Uppl. í sí...
ÞÝSKAR KERRUR _ FJÖLNOTA OG MEÐ STURTUM
L: 251,305,405,502,611 x B: 153,178,183,203,223 cm, burður 1350 til 3500 kg. Stu...
Einstök íbúð fyrir 60 ára og eldri
Nýstandsett 101 fm 3 herbergja íbúð á 1. hæð, að Grandavegi 47 til leigu. Húsvö...