Stunda nám á þakinu

Kennsla hófst í flestum framhaldsskólum landsins í vikunni. Í Framhaldsskólanum í Mosfellsbæ nutu nemendur blíðunnar á tyrfðu þaki skólans í dag, en þeir kváðust flestir ánægðir með að byrja aftur. Svokallað hestakjörsvið er nýjung í skólanum í ár en þar getur ungt hestafólk tvinnað nám og áhugamál saman.

mbl.is