Makríll drepst í Jökulsárlóni

Dauður makríll í Jökulsárlóni.
Dauður makríll í Jökulsárlóni. Ljósmynd/Ívar Finnbogason

Vart hefur orðið við mikið magn af dauðum makríl í Jökulsárlóni fyrir hádegið í dag. Meðal annars hefur skipstjóri á bát sem siglir um lónið birt myndir og myndbönd af makrílnum á samfélagsvefnum Facebook. Segir hann að makríllinn sé uppi á ísnum og í fjörunni.

Gunnar Þór Óðinsson, skipstjóri á umræddum bát, segist telja að mögulega sé vatnið of kalt fyrir makrílinn sem drepst því úr kulda. Segir hann að vatnið sé ein til þrjár gráður.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert