Ný vefmyndavél við Bárðarbungu

Vefmyndavél við Bárðarbungu.
Vefmyndavél við Bárðarbungu. Ljósmynd/Skjáskot af vefsíðu Mílu

Míla hefur bætt við vefmyndavél sem snýr að Bárðarbungu og eru þar með tvær vélar sem sýna svæðið. Fyrri vélin fór upp í byrjun síðustu viku og nýja vélin fór í loftið á laugardag, 23. ágúst. Samkvæmt fréttatilkynningu frá Mílu er nýja vélin á snúning og sýnir hún Bárðarbungu og svæðið frá Kverkfjöllum og að Kistufelli.

Míla setti upp sínar fyrstu vefmyndavélar í eldgosinu í Eyjafjallajökli árið 2010. Síðan þá hefur Míla sett um vefmyndavélar víða, bæði á helstu ferðamannastöðum, en einnig með útsýni að eldstöðvum eins og Heklu og Kötlu og nú vélarnar tvær sem sýna Bárðarbungu.

Vefmyndavélarnar má skoða á vefsíðu Mílu.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert