Einn þriðji landsmanna í skóla

Húsnæði Víðistaðaskóla
Húsnæði Víðistaðaskóla Þorkell Þorkelsson

Í kringum 110 þúsund Íslendingar setjast á skólabekk þetta haustið, en það er rétt rúmlega einn þriðji landsmanna.

Þá eru aðeins taldir þeir sem skráðir eru í nám við leik-, grunn-, framhalds- og háskóla landsins en ekki þeir sem sækja menntun í tónlistarskólum eða með óformlegum hætti, að því er fram kemur í umfjöllun um þetta mál í Morgunblaðinu í dag.

Rúmlega 20 þúsund manns eru skráðir í háskólana sjö sem stendur en endanlegar skráningartölur verða ekki ljósar fyrr en í október þegar tekið hefur verið tillit til þeirra sem skrá sig í og úr námi eftir að haustönn hefst. Fjöldi stúdenta í háskólanámi á Íslandi mun því hugsanlega tvöfaldast frá árinu 2000, þegar stúdentar voru 10.478 talsins.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Kauptu vikupassa

Lestu meira með vikupassa!

Fáðu þér vikupassa fyrir 1.890 kr. og þú færð aðgang að öllu efni úr blaði dagsins í dag og næstu 6 daga.

Kaupa vikupassa

Aðrar áskriftarleiðir »