Krummi neitar sök

Krummi (Oddur Hrafn Stefán Björgvinsson) mætir í dómssal í morgun …
Krummi (Oddur Hrafn Stefán Björgvinsson) mætir í dómssal í morgun ásamt lögfræðingi sínum, Vilhjálmi H. Vilhjálmssyni. mbl.is/Þórður Arnar Þórðarson

Tónlistarmaðurinn Oddur Hrafn Stefán Björgvinsson neitaði sök við þingfestingu ákæru á hendur honum í Héraðsdómi Reykjaness í morgun. Oddur Hrafn, betur þekktur sem Krummi í Mínus, er ákærður fyrir brot gegn valdstjórninni.

Honum er gefið að sök að hafa ráðist með ofbeldi á lögreglumann við skyldustörf við Snorrabraut í Reykjavík hinn 12. júní 2013. Í ákærunni segir að hann hafi sparkað í hægri fótlegg lögreglumannsins. Oddur Hrafn mætti til þingfestingar kl. 8:50 í morgun ásamt lögmanni sínum, Vilhjálmi H. Vilhjálmssyni.

Lögfræðingur Odds Hrafns óskaði eftir ýmsum gögnum frá saksóknara í málinu, þ.á m. dagbókarfærslum lögreglu eftir meint brot, upplýsingum um hvar og í hvaða tölvur lögreglumenn slógu inn upplýsingar um málið og upplýsingum um lögreglukonu sem að sögn var á staðnum þegar meint brot átti sér stað en var ekki getið í gögnum málsins. Jafnframt var óskað eftir áverkavottorði eða myndum af áverkum lögreglumannsins. 

Brotið telst varða við 1. mgr. 106. gr. al­mennra hegn­ing­ar­laga. Hún hljóðar svo:

„Hver, sem ræðst með of­beldi eða hót­un­um um of­beldi á op­in­ber­an starfs­mann, þegar hann er að gegna skyldu­starfi sínu eða út af því, og eins hver sá, sem á sama hátt leit­ast við að hindra fram­kvæmd slíks starfa eða neyða starfs­mann­inn til þess að fram­kvæma ein­hverja at­höfn í embætti sínu eða sýsl­an, skal sæta …1) fang­elsi allt að 6 árum. [Ef brot sam­kvæmt þess­ari máls­grein bein­ist að op­in­ber­um starfs­manni, sem að lög­um hef­ur heim­ild til lík­am­legr­ar vald­beit­ing­ar, má beita fang­elsi allt að 8 árum.]2) [Beita má sekt­um, ef brot er smá­fellt.]3)“

Þess er kraf­ist að Krummi verði dæmd­ur til refs­ing­ar og til greiðslu alls sak­ar­kostnaðar.

 Frétt mbl.is: Krummi ákærður fyrir að sparka í lögreglumann

Málið var þingfest í Héraðsdómi Reykjaness í morgun.
Málið var þingfest í Héraðsdómi Reykjaness í morgun. mbl.is/Ómar
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert