Tappi undir kvikuþrónni?

Haraldur Sigurðsson eldfjallafræðingur segir að stóri jarðskjálftinn sem varð í Bárðarbungu í fyrrinótt geti gefið vísbendingar um að stór tappi sé undir kvikuþrónni á svæðinu. Skjálftinn hafi verið á meira dýpi en kvikuþrær séu almennt undir eldfjöllum hér á landi. 

Svíinn Göran Ekström rannsakaði tíu skjálfta sem urðu undir Bárðarbungu á árunum 1976-1996 og setti fram kenningu um slíkan tappa en skjálftarnir urðu á svipuðu dýpi og sá sem varð í fyrrinótt.

Þetta er nokkuð á skjön við útskýringar sérfræðinga sem hafa útskýrt skjálftann sem afleiðingu af kvikuflæði út úr kvikuþró undir öskjunni og inn í bergganginn.

mbl.is ræddi við Harald um stöðuna í Bárðarbungu en hann segir enn jafn erfitt að spá um mögulegt gos og áður.

Blogg Haraldar um skjálftann.

Frétt mbl.is: Sá stærsti hingað til.

mbl.is

Bloggað um fréttina