Sprungan er 900 metra löng

Flugvél Landhelgisgæslunnar TF-SIF fór í loftið klukkan 9:30 í morgun  með vísindamenn og almannavarnir til að kanna gosið í Holuhrauni. Fyrstu myndir úr fluginu hafa nú verið birtar, en sprungan mælist 900 metra löng og er hún um fimm kílómetra frá jökli. Myndirnar eru teknar með radar og hitamyndavél.

mbl.is

Bloggað um fréttina