Alveg bannað að krumpa foringjann

Laganemarnir og vinirnir Davíð Karl Wiium og Davíð Vilmundarson vildu sjá Norður-Kóreu með eigin augum eftir að hafa heyrt eitt og annað um stöðu landsins í gegnum árin. Margt kom þeim á óvart og ekki síst hve skrumskæld mynd dregin hefur verið upp af landi og þjóð í fréttaflutningi á Vesturlöndum. Í Norður-Kóreu sáu þeir margt stórfurðulegt en líka margt einstaklega fallegt.

Í huga margra stendur Norður-Kórea fyrir kommúníska harðstjórn, yfirvofandi kjarnorkutilraunir og fleira miður uppbyggilegt. Norður-Kórea hefur töluvert verið í fréttunum, ekki síst vegna leiðtogans Kim Jong-Un sem hefur verið í kastljósi fjölmiðlanna. Forvitnir um þetta umtalaða land ákváðu þeir Davíð Karl Wiium og Davíð Vilmundarson að fara þangað til að sjá með eigin augum hvers kyns er.

Vegabréfin tekin í lestinni

Í júní fóru þeir með breskri ferðaskrifstofu yfir landamæri Norður-Kína og Norður-Kóreu. „Til að fara þangað er ekki nóg að mæta með vegabréf og ætla yfir landamærin. Þú þarft áritun í Kína og það eru nokkrar ferðaskrifstofur sem hafa leyfi til að fara með ferðamenn yfir til Norður-Kóreu. Það er eiginlega eina örugga leiðin til að komast þangað,“ segir Davíð en þeir Davíð Karl ferðuðust ásamt sex öðrum ferðalöngum til staða sem ferðaskrifstofan var með leyfi til að fara á. Ekki er hægt að fara hvert sem er því strangar reglur gilda um hvað ferðamenn mega sjá og hvað ekki. Farið er með lest frá kínverska bænum Dandong þar sem áin Yalu skilur löndin að. Í Dandong sáu þeir yfir til Norður-Kóreu og var sú upplifun allsérstök ein og sér. „Maður stendur við ána Kínamegin með öll háhýsin sem þar eru og horfir yfir til Norður-Kóreu. Það sem maður sér þar er til dæmis sundlaug og hringekja til að sýna hvað þetta lítur vel út en svo er ekkert í gangi þar,“ segir Davíð Karl.

Maður tengdur ferðaskrifstofunni fylgdi þeim í lestina og þá varð ekki aftur snúið. Vegabréfin voru tekin af þeim í lestinni og þau geymd á meðan hinir íslensku ferðalangar voru í Norður-Kóreu.

„Maður þarf að gera grein fyrir öllu sem maður er með, hvort sem það eru fjármunir eða bækur,“ segir Davíð Karl.

Ókrumpaður Kim Jong-Un

Báðir eru þeir Davíð og Davíð Karl lunknir ljósmyndarar en þeir tóku eina myndavél með yfir landamærin til að lenda ekki í klandri, enda gilda strangar reglur um hvað má mynda og jafnvel hvernig. Til dæmis þarf að gæta vel að rammanum þegar styttur af leiðtogunum eru myndaðar því þeir verða allir að vera inni á myndinni, þ.e. öll styttan. Ef það vantar hönd eða fót í rammann á að henda myndinni eins og einn í hópnum fékk að reyna. „Samkvæmt lögum verður öll styttan að vera inni á myndinni og helst á að taka myndina þannig að horft sé upp á styttuna því það má ekki horfa niður á leiðtogann. Það var einn í hópnum látinn eyða út mynd sem þar sem einungis efri hluti styttunnar var á myndinni,“ segja þeir. Vel er fylgst með ferðamönnum sem koma til landsins og allir, sama hverrar þjóðar, kyns eða trúar, eiga að sýna leiðtoganum fulla virðingu. „Það er bannað að krumpa myndir af leiðtogunum. Það eru nánast eingöngu myndir af leiðtogunum í dagblöðunum og blöðin eru sérstaklega brotin saman þannig að myndirnar af leiðtogunum krumpist ekki. Blöðin eru prentuð eftir ákveðnum stöðlum þannig að þegar þú brýtur þau saman krumpast myndirnar ekki. Það eru ekki myndir af leiðtogunum á peningaseðlum af sömu ástæðu. Þeir mega ekki krumpast,“ segir Davíð.

Blátt bann er við því að taka myndir af hermönnum, hernaðarlegum innsetningum, almennum borgurum og fátækt. Eftir sem áður tóku þeir félagar fjölda ljósmynda sem sýna bæði menninguna, mannlífið og landslagið.

Brengluð mynd í fréttum

Sem fyrr segir gátu þeir ekki valið hvert þeir fóru heldur var ferðin skipulögð af ferðaskrifstofunni. „Þrátt fyrir það fundum við að við vorum mjög velkomnir hvar sem við komum. Ferðamönnum eru sýndar bestu hliðarnar á landinu en sú hlið er mjög brengluð í augum okkar út frá þeirri heildarsýn sem við höfum um það hvernig heimurinn á að virka. Þeir sýndu okkur hluti sem eru alveg út í hött,“ segir Davíð og minnist til dæmis á það fyrsta sem þeim var sýnt í borginni Pyongyang. Það voru fimmtán metra háar bronsstyttur af leiðtogunum og var fyrst farið með ferðamennina átta til að kaupa blóm sem þeir svo lögðu við stytturnar þar sem allt var tandurhreint og fínt.

Margt kom þeim Davíð og Davíð Karli á óvart en þeir eru sammála um að sú mynd sem dregin er upp af landinu í vestrænum fjölmiðlum sé bæði ýkt og brengluð. „Það er ljóst að þeir setja upp leikrit á einhvern hátt fyrir ferðamennina og við fáum ekki hreinskilnisleg svör við öllum okkar spurningum en margt af því sem fram kemur í fréttum um Norður-Kóreu er einfaldlega rangt og kannski er það viljandi rangt. Þeir eru kannski að prófa einhver vopn en af hverju? Það er ekki vegna þess að þeir vilji heimsyfirráð og ekki vilja þeir fara aftur í stríð . Þeim er ógnað. Þeim er ógnað vegna þess að Bandaríkjamenn, Suður-Kóreumenn og Japanir eru með stríðsæfingar í kringum landið þeirra í augsýn á hverju ári. Þeim er endalaust hótað og það sem er birt í erlendum fréttum er 50% bull og 100% ýkt. Landið er auðvitað orðið mjög einangrað og fátæktin mikil en það er ekki nærri því eins hættulegt að fara þangað og gefið er í skyn,“ segir Davíð og nafni hans Davíð Karl tekur undir.

Það á sannarlega við víða að fleiri en ein hlið er á öllum málum og í raun ógerlegt að mynda sér skoðun ef upplýsingaflæðið er einhliða. Í huga Davíðs Vilmundarsonar og Davíð Karls Wiium er eitt alveg á hreinu og það er að þeir ætla aftur til Norður-Kóreu og það sem fyrst!

Bloggað um fréttina

Innlent »

„Við erum í kapphlaupi við tímann“

20:00 Sonur þeirra er að verða átján ára eftir nokkra mánuði. Það eina sem þau gera er að vona að hann nái því að verða átján ára. Síðasta afmælisdegi eyddi hann á bráðamóttökunni eftir að hafa tekið of stóran skammt. Það tókst að bjarga honum þá og síðan hefur honum ítrekað verið bjargað naumlega. Meira »

Eiginmaður Sunnu hlaut uppreist æru

19:57 Sigurður Kristinsson, eiginmaður Sunnu Elviru Þorkelsdóttur sem hefur legið lömuð á sjúkrahúsi í Malaga undanfarin mánuð, hlaut uppreist æru fyrir fimm árum. Meira »

Fjórir yfir þremur að stærð við Grímsey

18:50 Fjórir jarðskjálftar á bilinu 3,3 og 3,8 af stærð riðu yfir nálægt Grímsey nú á sjöunda tímanum í kvöld. Voru þeir allir á svipuðum slóðum og skjálftar síðustu daga. Aðeins hafði dregið úr skjálftavirkni í dag, en enn er þó mikill fjöldi skjálfta á hverri klukkustund á svæðinu. Meira »

Björgunarsveitir í startholunum

18:30 Aðgerðastjórnun hefur verið virkjuð á höfuðborgarsvæðinu ef lögregla og björgunarsveitir þurfa að grípa til aðgerða í óveðrinu í kvöld. Björgunarsveitir hafa þegar þurft að sinna einu útkalli í höfuðborginni í dag. Meira »

Íbúar ætla sjálfir að hefja vegagerð

18:11 „Við ætlum að hittast á morgun og ætlum að vekja athygli á því að það er búið að ýta þessum vegi af samgönguáætlun það lengi að við þurfum að sýna stjórnvöldum hvernig á að byrja á þessu verki.“ Meira »

Sósíalistar stefna á framboð í borginni

17:23 Sósíalistaflokkur Íslands ákvað á félagsfundi sínum í Rúg­brauðsgerðinni í dag að stefna á framboð í Reykjavík í borgarstjórnarkosningum í vor. Meira »

Óvissustigi lýst yfir suðvestanlands

15:28 Óvissustigi hefur verið lýst yfir á Sandskeiði, Hellisheiði og í Þrengslum en gul viðvör­un gild­ir fyr­ir höfuðborg­ar­svæðið, Suður­land og Faxa­flóa í dag. Meira »

Dóra formaður Femínistafélags Pírata

15:33 Stofnfundur Femínistafélags Pírata var haldinn í gærkvöldi en fyrsti formaður félagsins er Dóra Björt Guðjónsdóttir. Ritari er Helena Magneu Stefánsdóttir og Valgerður Árnadóttir er gjaldkeri. Varamenn eru Helgi Hrafn Gunnarsson og Elín Eddudóttir. Meira »

Eldaði fyrir Bayern München

14:00 Það er ekki hver sem er sem fær að elda ofan í þýska fótboltaliðið Bayern München. Það fékk þó íslensk-þýski kokkurinn Daníel Rittweger að gera eftir að hafa sigrað í matreiðslukeppni. Daníel, sem útskrifaðist í síðustu viku úr náminu, starfar nú á sínum öðrum Michelin-stjörnu-veitingastað. Meira »

Siðmennt styður bann við umskurði drengja

13:47 Siðmennt, félag siðrænna húmanista á Íslandi, hvetur Alþingi til þess að samþykkja frumvarp um bann við umskurði drengja. Meira »

Viðvörun gildir fyrir allt landið

13:28 Veðurstofa Íslands hefur gefið út gula veðurviðvörun fyrir allt landið á miðvikudag en spáin í dag gerir ráð fyrir suðaustanstormi og er spáð að það fari í 35 metra á sekúndu í hviðum á Kjalarnesi, undir Hafnarfjalli og undir Eyjafjöllum. Meira »

Gullleitarmaðurinn Eldur

12:14 Nafnið passar vel við þennan unga mann; Eldur Ólafsson er jarðfræðingur með brennandi áhuga á auðlindum og viðskiptum. Eftir jarðhitavinnu í Kína beinir Eldur nú sjónum að Grænlandi. Þar er fókusinn á gullgreftri. Meira »

Spáð 35 m/s í hviðum

12:12 Veðrið er farið að versna en það hvessir af austri síðdegis í dag með snjókomu og skafrenningi á fjallvegum sunnan- og suðvestanlands en rigningu á láglendi. Meira »

„Langar ekki að svara þessum spurningum“

11:38 Helgi Hrafn Gunnarsson, þingmaður Pírata, telur að það sé öllum þingmönnum hollt að gera ráð fyrir að allt sem þeir gera sé opinbert. Þetta er meðal þess sem kom fram í máli hans í Silfrinu á Rúv í dag þar sem hann var gestur ásamt þremur öðrum þingmönnum. Meira »

Dregur úr skjálftavirkni við Grímsey

10:51 Heldur hefur dregið úr skjálftavirkni við Grímsey síðasta hálfa sólarhring. Samkvæmt upplýsingum frá Veðurstofu Íslands hafa mælst um 170 skjálftar á svæðinu það sem af er degi. Á síma tíma í gær höfðu um 400 skjálftar mælst á svæðinu. Meira »

Akstursreikningar yfirfarnir af fjármálaskrifstofu

11:51 Vigdís Hauksdóttir, fyrrverandi þingmaður, segir að allir reikningar sem þingmenn skili í þingið séu yfirfarnir af fjármálaskrifstofu þingsins til samþykktar eða synjunar og ef þeir eru samþykktir fá þingmenn greitt. Aksturpeningar voru ræddir á Sprengisandi í morgun. Meira »

Útboð á færslu Hamraneslína úr byggð

11:06 Landsnet hefur auglýst útboð á fyrsta áfanga við færslu Hamraneslína úr byggð í Hafnarfirði. Ásamt færslu Ísallína frá íbúðabyggð. Meira »

Leggst gegn því að umskurður verði refsiverður

09:28 Agnes M. Sigurðardóttir, biskup Íslands, leggst gegn því að umskurn á drengjum verði gerð refsiverð með breytingum á hegningarlögum. Hún segir að hætta sé á að gyðingdómur og íslam verði gerð að glæpsamlegum trúarbrögðum og einstaklingar sem aðhyllast þau verði bannaðir hér á landi eða óvelkomnir. Meira »
Þreyttur á reykinga- myglulykt, lausn ?
Eyðir flest allri ólykt, m.a. Myglu-gró ásamt og raka- reykinga- og brunalykt. ...
BÍLAKERRUR TIL AFGREIÐSLU SAMDÆGURS
Sterku HULCO fjölnotakerrurnar, myndir á bland.is og á Facebook = Magnus Elias /...
Chesterfield sófi.
Til sölu þessi gullfallegi Chesterfield leðursófi. Til sýnis í versluninni Notað...
SÆT ÍBÚÐ TIL LEIGU Í VENTURA FLORIDA
GOLF & SÓL . Vel búin & björt 2 svh & 2 bh íbúð á 18 holu golfvallarsvæði. 2 sun...
 
Félagsslíf
Staður og stund
Aflagrandi 40 Opin vinnustofa kl. 9, jóg...
Framhald
Nauðungarsala
Uppboð Einnig birt á www.naudungarsolu...
Mat á umhverfisáhrifum
Tilkynningar
Mat á umhverfisáhrifum Athu...
L helgafell 6018021419 iv/v
Félagsstarf
? HELGAFELL 6018011019 VI Mynd af au...