Guðmundur í Nesi með mestan kvóta

HB Grandi fær 10,7% af heildarkvótanum.
HB Grandi fær 10,7% af heildarkvótanum. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Mest aflamark á fiskveiðiárinu sem hófst 1. september fer til Guðmundar í Nesi RE 13, rúm 8.553 þorskígildistonn eða tæp 2,3% af úthlutuðum þorskígildum. Það er Brim hf. sem á skipið og gerir út.

Alls fá 578 skip úthlutað aflamark í upphafi fiskveiðiárs 2014/2015. Kaldbakur EA 1 í eigu Útgerðarfélags Akureyringa ehf. er í öðru sæti með 7.461 þorskígildistonn og Vigri RE 71 er með 6.986 þorskígildistonn, en skipið er í eigu Ögurvíkur.

Alls fá 459 fyrirtæki eða lögaðilar úthlutað aflamark nú eða um 30 aðilum færra en í fyrra. Sé litið til þeirra sem eru með mesta úthlutun fær HB Grandi, líkt og í fyrra, mest úthlutað til sinna skipa eða 10,7% af heildinni, næst kemur Samherji með 6% og þá Þorbjörn hf. með 5,5%. Þetta er sama röð efstu fyrirtækja og undanfarin ár, að því er fram kemur í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert