Samkomulag tilbúið til undirritunar

Sigurður Bogi Sævarsson

Samkomulag á milli Sjómannafélags Íslands og Eimskips liggur klárt fyrir til undirritunar og er búist við því að skrifað verði undir á mánudaginn. Þetta segir Jónas Garðarsson, formaður sjómannafélagsins í samtali við mbl.is. Deilur hafa staðið í marga mánuði á milli starfsmanna Herjólfs og Eimskips. 

Hann segir að samkomulagið hafi legið fyrir í gærkvöldi og að verið sé að kynna samninginn fyrir félagsmönnum. Hann vildi ekki tjá sig um efni samningsins að svo stöddu. 

Kjaradeilunni var vísað til Ríkissáttasemjara í janúar á þessu ári. Í febrúar voru svo boðaðar verkfallsaðgerðir frá og með 5. mars. Þegar þeim hafði verið beitt í þrjár vik­ur samþykkti Alþingi lög sem kveða á um frek­ari verk­fallsaðgerðum á Herjólfi verði frestað til og með 15. sept­em­ber.

Nú, skömmu áður en verkfallsaðgerðir gætu hafist að nýju, virðist því liggja fyrir samkomulag sem bindur enda á þessa löngu deilu. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert