Jökulsáin hopar undan hrauninu

Upplýsingar um flatarmál eiga við um hraunbreiðuna í lok dags …
Upplýsingar um flatarmál eiga við um hraunbreiðuna í lok dags 6.9. en norðausturmörk hrauns (merkt með punkti) sýna stöðuna árla dags 7.9.2014 Af Facebooksíðu Jarðvísindastofnunar

Virknin er svipuð í nyrðri gossprungunni í Holuhrauni og undanfarna tvo daga en á þessari stundu er engin virkni í þeirri syðri sem opnaðist á föstudagsmorgun, segir Þorvaldur Þórðarson, eldfjallafræðingur á jarðvísindasviði Háskóla Íslands, sem er að störfum á gossvæðinu. Ekki er vitað hvort það fer að gjósa á ný úr syðri sprungunni eða hvort það sé slokknað á henni.

Svo virðist hafa slokknað á Norðra, sem er nyrsti gígurinn á norðursprungunni, en það kemur hraun upp úr honum. Baugur, miðhluti norðursprungunnar, og Suðri eru svipaðir og áður og eru kvikustrókarnir um 50-70 metrar. 

Hrauntungan nær nú 11 km til norðurs og er komin út í vestari meginkvísl Jökulsár á Fjöllum. Ekki hefur orðið vart við sprengivirkni þar sem áin og hraunið mætast en gufa stígur upp af hrauninu. „Áin færir sig í rauninni undan hrauninu,“ segir Þorvaldur. Farvegur Jökulsár er breiður á þessum slóðum, allavega kílómetri segir hann, en vestari kvíslin er sú stærsta. Þrátt fyrir að hraunið sé farið að renna út í ána hafa ekki orðið neinar sprengingar þegar kraftar hrauns og ár mætast.

Þorvaldur segir að hraunrennslið sé svipað og í gær; 80-100 metrar á klukkustund fremst í austurálmunni á hrauninu. Síðan er minni álma af hrauni sem fer í norðvestur og bætir við hraunbreiðuna vestan við norðursprunguna.

Yfirfarnar staðsetningar Veðurstofu Íslands af skjálftavirkni í Bárðarbungu frá 16. …
Yfirfarnar staðsetningar Veðurstofu Íslands af skjálftavirkni í Bárðarbungu frá 16. ágúst til hádegis 7. september. Punktastærð er í réttu hlutfalli við stærð skjálftanna. Stóru skjálftarnir í Bárðarbungu eru bundnir við norður- og suðurbrún öskjunnar og virknin virðist meiri norðantil. Tímabil eldgoss undir suðaustanverðri Bárðarbungu og eldgosa í Holuhrauni eru skyggð. Skjálftavirkni í norðanverðum kvikuganginum hefur minnkað til muna eftir að seinna gosið í Holuhrauni hófst. Af Facebooksíðu Jarðvísindastofnunar
Nornahár eru nálar sem myndast í sprungugosum sem safnast saman …
Nornahár eru nálar sem myndast í sprungugosum sem safnast saman í vöndla og líta út eins og hár en eru í raun og veru gjóska. Þorvaldur Þórðarson
Kvikustróka úr gígnum sem er nefndur Baugur. Myndin er tekin …
Kvikustróka úr gígnum sem er nefndur Baugur. Myndin er tekin í gær. Af Facebooksíðu Jarðvísindastofnunar
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka