Orsök strandsins enn óljós

Flutningaskipið Akrafell í öruggri höfn á Eskifirði.
Flutningaskipið Akrafell í öruggri höfn á Eskifirði. Mynd/Jens G. Helgason

„Á flóðinu [aðfaranótt sunnudags] var búið að koma taugum í skipið og losnaði það af strandstað. Hófust þá aðgerðir við að draga það inn í örugga höfn,“ segir Pálmar Óli Magnússon, forstjóri Samskipa.

Vísar hann til Akrafells, flutningaskips Samskipa, sem strandaði undan Vattarnesi að morgni laugardags. „Landhelgisgæslan mat aðstæður þannig að farsælla væri að fara með það inn á Eskifjörð. Það varð niðurstaðan og er nú unnið að því að meta tjón,“ segir Pálmar Óli.

Að sögn hans eru ástæður strandsins enn óljósar en áhöfn skipsins mun hins vegar ekki hafa tilkynnt um nein vandræði áður en siglt var í strand.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert