Sóknargjald hækkar á hvern einstakling

Fjárveiting til kirkjumála hækkar.
Fjárveiting til kirkjumála hækkar. Þorvaldur Örn Kristmundsson

Heildarfjárveiting til kirkjumála hækkar um 81,5 milljónir króna frá gildandi fjárlögum samkvæmt fjárlagafrumvarpinu sem lagt var fram á Alþingi í dag. 

Að meðtöldum almennum verðlagsbreytingum hækka útgjöldin um 173,3 milljónir milli ára. Breytinguna er að mestu leyti að rekja til 165 milljón króna hækkunar á sóknargjöldum en í frumvarpinu segir að hún sé gerð til þess  að vega á móti aðhaldskröfum á tímabilinu 2009 til 2012.

Gert er ráð fyrir að greitt sóknargjald til trúfélaga verði 810 krónur á mánuði árið 2015 fyrir hvern einstakling 16 ára og eldri. Fjárhæð sóknargjaldsins á árinu 2014 er 750 kr. á mánuði.

Sættu skerðingum umfram meðaltal

Tillagan tekur miða af niðurstöðu starfshóps innanríkisráðherra sem taldi að sóknargjöld og þau framlög önnur sem byggja á fjárhæð þess hefðu sætt skerðingum umfram meðaltal þeirra stofnana sem undir innanríkisráðuneytið heyra vegna aðhaldsráðstafana á árunum eftir fall bankakerfisins haustið 2008,

Fallið er frá áformum um niðurfellingu tímabundinnar 60 milljón króna hækkunar sóknargjalda til þjóðkirkjunnar og tímabundinnar 10,5 milljóna hækkunar sóknargjalda til annarra trúfélaga sem samþykkt var í fjárlögum 2013.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert