Jákvæð áhrif á kaupmátt og verðlag

Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra kynnti fjárlagafrumvarp næsta árs á blaðamannafundi í …
Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra kynnti fjárlagafrumvarp næsta árs á blaðamannafundi í gær. mbl.is/Árni Sæberg

Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra segir að fjárlagafrumvarp næsta árs, sem hann kynnti í gær, muni hafa jákvæð áhrif á kaupmátt, verðlag og efnahagslegan stöðugleika.

„Frumvarpinu fylgja mikilvægar breytingar á virðisaukaskatti, lægra þrepið verður 12% en það efra 24%, sem er það lægsta sem gilt hefur. Úrelt neyslustýring með almennum vörugjöldum er felld niður. Barnabætur hækka um 13%.

Ríkisstjórnin heldur áfram að vinna að bættum hag heimilanna og aukinni velferð í landinu,“ skrifaði Bjarni á facebooksíðu sína í gær.

mbl.is

Bloggað um fréttina