Gríðarleg einföldun að afnema heilt gjaldakerfi

Bjarni Benediktsson fjármála- og efnahagsráðherra.
Bjarni Benediktsson fjármála- og efnahagsráðherra. mbl.is/Kristinn Ingvarsson

Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsáðherra, segir að einföldunin í sambandi við breytingar á skattkerfinu sé fyrst og fremst fólgin í því að felld verði á brott almenn vörugjöld.

Auk þess aukist skilvirkni virðisaukaskattskerfisins til muna, með því að stytta bilið á milli hærra og lægra skattþrepsins og þannig sé dregið úr hvata til þess að færa vörur og þjónustu á milli þrepa. Jafnframt aukist jafnræði milli atvinnugreina við þessar breytingar.

„Þessi vörugjöld hafa verið við lýði frá því 1987 og þeim hefur á tímabilinu verið breytt þrjátíu sinnum,“ segir fjármálaráðherra í samtali um skattkerfisbreytinguna í Morgunblaðið í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert