Mun berjast barnanna vegna

Parið á þrjá unga drengi þá Guðgeir Þór, Sebastian Mána ...
Parið á þrjá unga drengi þá Guðgeir Þór, Sebastian Mána og Kristófer Dag sem er yngstur þeirra bræðra.
„Ég er staddur hérna í bankanum að fara að grátbiðja þá um að leyfa mér að fá allavega viku í viðbót,“ segir Arkadiuz K. Kujoth þegar blaðamaður nær af honum tali. Húsið sem Arkadiuz býr í ásamt konu sinni, Lindu Steinunni Guðgeirsdóttur og þremur börnum þeirra sem eru fjögurra mánaða, tveggja og sex ára, var selt síðastliðinn mánudag og hefur þeim verið gert að afhenda húslyklana næsta mánudag, þann 15. september. 

Fjölskyldan unga hefur leigt húsnæðið en Arkadiuz, sem jafnan er kallaður Arek, reyndi að kaupa það þegar eignin fór á nauðungarsölu. Bauð hann þrjár milljónir en Landsbankinn bauð fimm og Arek gat ekki boðið betur.

„Svo fengum við ekki að vita neitt meira fyrr en við fengum bréf í ábyrgðarpósti síðastliðinn mánudag frá bankanum þar sem segir að við þurfum að skila lyklunum fyrir fjögur þar sem bankinn vill rýma húsið. Ég hringdi og spurði hvort það væri möguleiki að fá að halda áfram að leigja það en svarið var nei,“ segir Arek. Hann segir Landsbankann vilja selja húsnæðið en bendir á að mörg hús standi auð í Þorlákshöfn og seljist ekki. 

Ættu ekki að geta lifað á tekjunum

Arek hefur um 198.000 krónur í laun eftir skatt á mánuði. Linda er atvinnulaus en hefur fullnýtt rétt sinn til atvinnuleysisbóta og fær ekki framfærslu frá sveitarfélaginu þar sem þau eru skráð í sambúð og ætlast er til að laun Areks nægi fjölskyldunni. Þar sem þau búa í litlu sveitarfélagi hefur þeim einnig verið tjáð að þau muni ekki komast upp með að skrá sig úr sambúð enda viti starfsmenn sveitarfélagsins að þau búa saman. Þau fá sérstakar húsaleigubætur og auk launa Areks eru þær einu ráðstöfunartekjurnar sem fjölskyldan hefur úr að spila. „

Við fórum í fjármálaráðgjöf þar sem okkur var sagt að við ættum hreinlega ekki að geta lifað á þeim tekjum sem við höfum en við erum samt búin að gera það síðustu tvö árin.“

Þegar 

Arek fór að svipast um eftir nýju húsnæði fyrir fjölskyldu sína kom í ljós að afar lítið væri á boði á leigumarkaðinum. Hann fann þó eina íbúð sem hentaði en heildarkostnaður við að flytja inn í hana, með tryggingu, var 600 þúsund krónur. Arek sóttist eftir láni frá Landsbankanum en var neitað. „Útibússtjórinn í Þorlákshöfn sagði að hann gæti því miður ekki aðstoðað okkur þó ég segðst geta útvegað helminginn af tryggingunni.“ 

Arek telur sig hafa fullreynt öll úrræði. Hjá íbúðalánasjóði fékk hann þær upplýsingar að hann gæti mest tekið lán upp á fimm milljónir en hann telur sig hafa lært af biturri reynslu að bankarnir muni ávallt yfirbjóða þá upphæð. Þegar hann leitaði til sveitarfélagsins var honum tjáð að þar væri ekkert hægt að gera fyrir fjölskylduna og þegar hann að endingu leitaði til barnaverndarnefndar mætti honum velvilji en ráðaleysi. 

Þurfa að sofa í sendibíl

„Við erum á dauðapunktinum,“ segir Arek. „Foreldrar mínir eru búnir að bjóða okkur að flytja inn hjá sér en í því tveggja herbergja einbýlishúsi býr líka bróðir minn. Það er áfall fyrir börnin að fara að troðast með okkur í einu herbergi.“ Hann segir það eina í stöðunni vera að láta börnin sofa hjá foreldrunum og að hann og Linda Steinunn sofi þá í sendibíl sem þau geti fengið að láni. 

„Við yrðum heimilislaus og það er enginn sem getur komið til móts við okkur. Það er skylda sveitarfélagsins að bjarga svona málum, við erum fjölskylda í neyð en þau segjast ekki geta aðstoðað okkur þrátt fyrir að ég segi þeim að við munum lenda á götunni,“ segir 

Arek.

„Ég er ráðalaus, ég finn enga lausn en ég mun berjast þangað til ég næ einhverjum árangri. Ég neita að yfirgefa húsið fyrr en ég fæ annað húsnæði, ég veit ég á ekki séns en ég mun gera það barnanna vegna,“ heldur hann áfram en viðurkennir að ástandið taki sinn toll andlega. „Maður

 er aðeins að brotna niður, ég get þetta ekki endalaust, að geta ekki gefið börnunum manns það sem þau þurfa étur mann að innan.“
Fjölskyldan býr nú í Heinabergi 8 í Þorlákshöfn en þarf ...
Fjölskyldan býr nú í Heinabergi 8 í Þorlákshöfn en þarf að flytja út á mánudag að óbreyttu.
​Arek og Linda ásamt Ísaki sem hefur fylgt fjölskyldunni frá ...
​Arek og Linda ásamt Ísaki sem hefur fylgt fjölskyldunni frá því hann var hvolpur.
mbl.is

Bloggað um fréttina

Innlent »

Marzellíus leiðir Framsókn á Ísafirði

10:04 Listi Framsóknarflokksins í Ísafjarðarbæ var samþykktur einróma á félagsfundi í gærkvöldi. Í fréttatilkynningu segir að áhersla hafi verið lögð á að fá ungt og hæfileikaríkt fólk í bland við reyndari frambjóðendur með fjölbreyttan bakgrunn. Meira »

Nýtt Nes undirbýr framboðslista

09:55 Neslistinn, sem Bæjarmálafélag Seltjarnarness hefur boðið fram frá árinu 1990 og Viðreisn hafa ákveðið að bjóða fram sameiginlegan lista í bæjarstjórnarkosningunum í vor undir nafninu Nýtt Nes. Meira »

Íslendingar byrjaðir að plokka

09:18 Landsmenn hafa tekið upp nýjan heilsusamlegan og umhverfisvænan sið sem á rætur sínar að rekja til Svíþjóðar.   Meira »

Stara-svarmur í Sundahöfn

09:00 Nú er tíminn sem starar hópa sig saman og mynda tilkomumiklar sýningar á flugi. Myndskeið af slíku náðist á síma í Sundahöfn í vikunni þar sem svarmur stara gerði mynstur og form á himni áður en þeir héldu til hvílu yfir nóttina. Meira »

Veita veglegri styrki en áður

08:37 Stjórn Reykjavíkur Loftbrúar hefur samþykkt breytingar á áherslum og umfangi sjóðsins. Í stað smærri mánaðarlegra úthlutanna í formi farmiða verður úthlutun sjóðsins nú ein á ári. Meira »

Of lítið hugað að öryggi hjólreiðafólks

07:37 „Í frumvarpinu er alltof lítið gert til að tryggja öryggi hjólreiðafólks, sem hefur fjölgað mjög mikið frá gildistöku núgildandi umferðarlaga,“ segir Birgir Fannar Birgisson í athugasemdum á samráðsgátt stjórnvalda við frumvarpsdrög að nýjum umferðarlögum, sem samgönguráðuneytið kynnti til umsagnar. Meira »

Hótaði þjálfara vegna dóttur sinnar

06:10 Móðir fatlaðrar konu hefur verið ákærð fyrir líflátshótun gegn þjálfara dóttur sinnar. Í Fréttablaðinu í dag um málið kemur fram að umræddur þjálfari sé grunaður um að hafa brotið kynferðislega gegn þroskaskertum konum sem hann þjálfaði. Meira »

Hvassviðri og snjókoma

07:08 Spáð er allhvössum vindi og snjókomu á Vestfjörðum fram eftir degi. Einnig mun snjóa á Vesturlandi og Norðvesturlandi, en þar er búist við hægari vindi. Meira »

Sigurður leiðir lista Miðflokksins

06:01 Sigurður Þ. Ragnarsson, veður- og jarðvísindamaður, skipar oddvitasæti lista Miðflokksins í Hafnarfirði fyrir komandi sveitarstjórnarkosningar í maí. Bjarney Grendal Jóhannesdóttir grunnskólakennari er í öðru sæti listans. Meira »

Ók útaf við Vífilsstaðavatn

05:54 Skömmu fyrir klukkan fjögur í nótt barst lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu tilkynning um útafakstur bifreiðar við Elliðavatnsveg nærri Vífilsstaðavatni. Meira »

Borgari stöðvaði þjóf

05:52 Almennur borgari stöðvaði mann sem var að stela reiðhjóli við Grettisgötu í nótt.  Meira »

Hjólastígar samræmdir

05:30 Unnið er að samræmingu á hönnun hjólastíga í öllum sveitarfélögunum á höfuðborgarsvæðinu og endurbótum á stígakerfinu. Einnig á vetrarþjónusta að vera sú sama hvar sem hjólað er. Þá er áhugi á að draga úr hraða og bæta hjólamenninguna. Meira »

Matsgerð kostar yfir 100 milljónir

05:30 Tveir dómkvaddir matsmenn hafa í tæp fjögur ár unnið að greiningu á gögnum sem varða kröfusafn sem Íslandsbanki keypti af Gamla Byr og ríkissjóði Íslands árið 2011. Meira »

Vilja breytingar í samfélaginu

05:30 Hópur sjálfstæðismanna í Vestmannaeyjum, sem óánægður er með framboðsmál flokksins vegna sveitarstjórnarkosninganna í vor, kom saman til lokaðs fundar í gærkvöldi. Meira »

Flokkað sorp verði oftar hirt

05:30 Gera þarf betur í flokkun á sorpi í Reykjavík auk þess sem fjölga ætti sorphirðudögum í Grafarvogshverfi úr tveimur í þrjá í hverjum mánuði. Meira »

Flak skipsins kemur upp úr sandi

05:30 Leifar flutningaskipsins Víkartinds eru nú sjáanlegar í Háfsfjöru við Þjórsárósa þar sem skipið strandaði fyrir tuttugu árum. Botn skipsins, kjölur og skrúfa eru nú komin upp úr sandinum sem hefur falið járnið í tuttugu ár. Meira »

Leiga hækkar meira en laun

05:30 Nýbirtar tölur Þjóðskrár sýna að vísitala leiguverðs á höfuðborgarsvæðinu hækkaði um 1,9% í febrúar.  Meira »

Framkvæmir fyrir 1,7 milljarða

05:30 Útboðsgögn vegna fyrirhugaðra framkvæmda á vegum Bandaríkjahers á öryggissvæðinu á Keflavíkurflugvelli voru birt í gær, 22. mars. Meira »
HARÐVIÐUR TIL HÚSBYGGINGA
Harðviður til húsabygginga Sjá nánar á www.vidur.is Vatnsklæðning, panill, palla...
Vatnshitarar fyrir sumarhús.
Ýmsar gerðir af vatnshiturum 3300w til 21000w fyrir sumarhús, þessi búnaður er f...
faglærðir málarar
Faglærðir málarar Tökum að okkur öll almenn málningarstörf. Tilboð eða tímavinna...
PENNAR
...
 
Framhaldssölur
Nauðungarsala
Uppboð Einnig birt á www.naudungarsolu...
Félagsstarf aldraðra
Staður og stund
Aflagrandi 40 Opin vinnustofa kl. 9 og f...
Aflagrandi 40 opin vinnustofa kl 9 og j
Staður og stund
Aflagrandi 40 Opin vinnustofa kl. 9 og j...
Frestun aðalfundar
Fundir - mannfagnaðir
Frestun aðalfundar ?? ??? ?????????...