Vilja mæla íslenska matarsóun

Níu þingmenn Bjartrar framtíðar, Samfylkingarinnar, Vinstrihreyfingarinnar - græns framboðs og Framsóknarflokksins hafa lagt fram þingsályktunartillögu um að fela sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra að skipa starfshóp með það markmið að mæla og greina umfang matarsóunar á Íslandi og leggja fram tillögur um aðgerðir til að draga úr matarsóun. 

Ráðherra verði ennfremur falið að gera Alþingi grein fyrir framgangi verkefnisins með munnlegri skýrslu á haustþingi 2015. Áætlun um aðgerðir til að draga úr matarsóun liggi síðan fyrir á haustþingi 2016. „Ekki er ástæða til að ætla að sóunin á Íslandi sé neitt minni en annars staðar á Vesturlöndum. Athyglin beinist oft að heimilunum þegar rætt er um matarsóun og víst er þörf á vitundarvakningu meðal neytenda,“ segir í greinargerð og ennfremur:

„Ef vinna á markvisst að því að draga úr matarsóun þarf hið opinbera að hafa áreiðanlegar tölur og gögn til að vinna út frá. Safna þarf upplýsingum um það hversu mikið af mat er hent og hvar sóunin á sér stað til að hægt sé að grípa til hnitmiðaðra aðgerða. Aðgerðirnar geta verið margvíslegar og beinst að ólíkum hópum og er rétt að horfa til reynslu annarra þjóða sem þegar eru komnar nokkuð á veg í baráttunni við matarsóun.“

Fyrsti flutningsmaður er Brynhildur Pétursdóttir, þingmaður Bjartrar framtíðar.

Þingsályktunartillagan í heild

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert