99,9% líkur á öðru eldgosi

„Staðan er nokkuð svipuð og í gær. Það dregur úr þessu. Baugur er að verða sífellt máttlausari en gosið í gígunum þar fyrir norðan er enn ansi kröftugt. Þannig að það er komin stór hrauntjörn þarna og síðan er kominn einn lítill gígur hérna á milli Suðra og Baugs sem við köllum krakkann og byrjaði að myndast í fyrradag. En það eru engar meiriháttar breytingar frá í gær.“

Þetta segir Ármann Höskuldsson jarðskjálftafræðingur í samtali við mbl.is. Hins vegar hafi Baugur verið í talsverðu stuði enn á mánudaginn en núna séu aðeins strókar á einnar eða tveggja mínútna fresti. Gosmökkurinn rísi að sama skapi ekki eins hátt því það sé minna varmastreymi. „Þannig að allt sem við sjáum hér á yfirborðinu gefur til kynna að dregið hafi úr hraunstreyminu upp. En aftur á móti vitum við líka að það er að flæða á fullu inn í kerfið. Þetta er eitthvað sem mátti búast við. Að það drægi úr þessu hægt og rólega. Síðan lokast þetta bara þar til kerfið er tilbúið aftur að senda upp kviku.“

„Þetta er bara byrjunin“

Spurður hvort það sé næsta víst að eldgos verði aftur þegar gosinu í Holuhrauni ljúki segir Ármann svo vera. „Það eru 99,9% líkur á að það verði aftur eldgos. Þetta er bara byrjunin.“ Eina spurningin sé hvar það verði og hvenær. Mestu jarðskjálftarnir séu núna undir Dyngjujökli sem sé frekar óheppilegt. En vonir standi til þess að frekari eldgos verði á sléttunni norður af Vatnajökli eins og það sem er yfirstandandi en verði ekki undir jökli. Spurður hvort næsta eldgos gæti orðið í Bárðarbungu sjálfri segir hann:

„Það er ekkert sem segir að það geti ekki orðið. Við erum með þessa skjálfta sem eru þar og menn greina þarna eitthvert sig og síðan eru hugmyndir um það hvers vegna það sé. Ein slík er að það leki svo mikið út úr Bárðarbungu að það sígi.“ Önnur hugmynd sé sú að svo mikil kvika sé að safnast fyrir í Bárðarbungu og þenjist kvikuhólfið út losi það um hringsprunguna sem sé þar með þeim afleiðingum að tappinn í henni sígi. „Þannig að það eru kannski meiri líkur en minni sem benda til þess að það sé að safnast mikil kvika í kvikuhólfinu á Bárðarbungu.“

Fyrirvarinn gæti verið hálftími

„Þannig að þó að það dragi úr þessu eldgosi hér í Holuhrauni þá þýðir það engin endalok. Það þýðir bara að það komi annað gos eftir tvo daga eða þrjár vikur eða eitthvað slíkt. Kvikan er ennþá að koma inn en spurningin er bara hvar hún kemur næst upp. Á einhverjum tímapunkti verður of erfitt fyrir kvikuna að koma upp hér en það er samt að dælast inn kvika þannig að þá bara opnast á hana annars staðar.“ Haldi eldgosið sig á söndunum verði það ekki til mikilla vandræða fyrir utan gasmengunina. Það bindi sandana niður. Hins vegar sé gasmengunin eitthvað sem Íslendingar hafi ekki mikla reynslu af í seinni tíð.

„Kröflugosin voru ekki með svona miklu gasi. Þannig að menn eru kannski að kynnast því í fyrsta skipti hvernig það er þegar svona gasrík kvika kemur upp og hvaða afleiðingar það getur haft í byggð,“ segir Ármann. Í því sambandi sé mikilvægt að halda almenningu upplýstum um stöðuna og áhrif gossins og alvarleika þess. „Þess vegna er þessi viðbúnaður og þessar lokanir. Við vitum að það titrar allt hérna undir Dyngjujökli og ef það hlypi í hann á sama tíma og múgur og margmenni væri á svæðinu þá spyr maður sig hvernig lögreglan ætti að fara að því að koma fólki burt áður en flóðið kæmi niður. Það væri bara ekki hægt. Fyrirvarinn gæti verið hálftími.“

Myndbandið hér að neðan tók Ólafur Haraldsson af gosinu í Holuhrauni. Sjón er sögu ríkari. 

Holuhraun Eruption (Bárðarbunga) from Olafur Haraldsson on Vimeo.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Innlent »

Fárviðri við Straumnesvita

Í gær, 23:25 „Þetta er að ná hámarki upp úr miðnætti og svo fer að draga smám saman úr í nótt og gengur niður með morgninum,“ segir Þorsteinn V. Jónsson veðurfræðingur á vakt á Veðurstofu Íslands. Meira »

Leikskólakrakkar keppa á EM í skák

Í gær, 22:57 Níu börn af leikskólanum Laufásborg keppa á Evrópumeistaramótinu í skólaskák sem fer fram í Rúmeníu í lok maí á þessu ári. Þetta verður í annað sinn sem hópur fer frá skólanum á alþjóðlegt taflmót. Meira »

Laun seðlabankastjóra hafa setið eftir

Í gær, 22:41 Laun seðlabankastjóra hafa ekki hafa verið lægri í samanburði við laun ráðherra og æðstu embættismanna í áratugi. Þetta kemur fram í umsögn seðlabankastjóra við frumvarp fjármála- og efnahagsráðherra um breytingu á ýmsum lögum vegna brottfalls laga um kjararáð, sem lagt var niður síðasta sumar. Meira »

Baráttan um 5G-farsímakerfið harðnar

Í gær, 22:40 Símafyrirtæki á heimsvísu þurfa að uppfæra kerfi sín með 5G-búnaði frá fyrirtækjum á borð við Huawei í Kína, Nokia í Finnlandi og Ericsson í Svíþjóð. Þessi tæknibylting mun hefjast fyrir alvöru á þessu ári en áhyggjum hefur verið lýst af kínverska tæknifyrirtækinu Huawei. Meira »

Fundu gró og sveppahluti í Vörðuskóla

Í gær, 21:55 „Það var farið í skoðun á húsnæðinu í janúar/febrúar til þess að kanna raka og mögulega myglu, þetta er gamalt hús. Fyrstu niðurstöður gáfu fullt tilefni til þess skoða húsnæðið nánar og ákveðin rými betur,“ segir Hildur Ingvarsdóttir, skólameistari Tækniskólans, í samtali við mbl.is. Meira »

Kom Blikum fyrir

Í gær, 21:30 Blikinn Guðmundur Þórðarson, sem setið hefur sem varamaður eða aðalmaður í knattspyrnudómstóli KSÍ í 45 ár, tengist íslenskri knattspyrnu á margan hátt og hefur víða látið að sér kveða í íþróttinni. Meira »

Ekkert til að kippa sér upp við 2019

Í gær, 21:09 „Það er svolítið sérstakt að fólk sé að kippa sér upp við þetta árið 2019, sérstaklega þar sem kvennafótboltinn var orðinn sterkur langt á undan karlafótboltanum,“ segir Guðrún Bergsteinsdóttir lögmaður, eini kvenkyns umboðsmaðurinn sem skráður er hjá Knattspyrnusambandi Íslands. Meira »

Smíða nýja göngubrú eftir hrun

Í gær, 20:00 Vegagerðin stefnir á að ljúka við smíði nýrrar göngubrúar yfir Jökulsá í Lóni við Kollumúla í júní. Gert er ráð fyrir því að verkið kosti nokkuð yfir tuttugu milljónir króna. Meira »

Konum í iðngreinum þarf að fjölga

Í gær, 19:45 „Við þurfum fleira fólk í iðngreinarnar, þar sem duglegu og hæfileikaríku fólki bjóðast mörg frábær tækifæri til náms og starfa. Vissulega er iðnnemum að fjölga en slíkt mun ekki gerast að neinu marki fyrr en konur koma þarna inn til jafns við karlana,“ segir Þóra Björk Samúelsdóttir, formaður Félags fagkvenna. Meira »

Grásleppuvertíðin hafin

Í gær, 19:30 Hugur er í smábátasjómönnum við upphaf grásleppuvertíðar, sem byrjaði klukkan sjö í morgun. Það verð sem gefið hefur verið út er hærra en það sem sást á sama tíma í fyrra að sögn Arnar Pálssonar, framkvæmdastjóra Landssambands smábátaeigenda. Meira »

Sýrlenskri flóttakonu vísað úr landi

Í gær, 19:20 Leikskólinn Vinagarður varð í síðustu viku einum starfsmanni fátækari. Sá var sýrlensk kona á flótta sem hefur nú verið vísað frá Íslandi og til Grikklands. Á flóttanum og í Grikklandi hafði hún lent í miklum hremmingum og verið hótað lífláti. Meira »

Von á orkupakkanum innan 10 daga

Í gær, 18:50 „Það er auðvitað markmiðið að fara með þau mál og þeim tengd fyrir þann frest,“ svarar Guðlaugur Þór Þórðarson, utanríkisráðherra, þegar mbl.is spyr hvort ríkisstjórnin hyggist leggja fram frumvarp um þriðja orkupakka Evrópusambandsins áður en frestur til slíks rennur út 30. mars. Meira »

„Fimm verkefni upp á milljarð“

Í gær, 18:30 „Eigum við eitthvað að ræða skýrslu innri endurskoðanda sem var birt í borgarráði síðastliðinn fimmtudag þar sem fjögur verkefni voru framúr sem nemur heilum bragga. Fimm verkefni upp á milljarð,“ sagði Vigdís Hauksdóttir, borgarfulltrúi Miðflokksins, í borgarstjórn í gærkvöldi. Meira »

Vekja athygli á nýrri gerð netglæpa

Í gær, 18:08 Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu vekur á Facebook-síðu sinni athygli á því að henni hafi undanfarið borist tilkynningar um nýja gerð netglæpa. Að þessu sinni er í póstinum látið líta út fyrir að viðtakandi póstsins tengist rannsókn CIA á barnaklámi „og er pósturinn að því leiti frekar ógeðfelldur,“ segir í færslunni. Meira »

Sund eða svefn?

Í gær, 17:50 Ungt íslenskt sundfólk, á aldrinum 10 til 24 ára, sefur að meðaltali í sex og hálfa klukkustund á sólarhring, nokkuð minna en minna en jafnaldrar þeirra. Þetta kemur fram í nýrri rannsókn á svefnvenjum ungra íslenskra sundmanna. Meira »

Segja málflutning Ásmundar villandi

Í gær, 17:30 Málflutningur Ásmundar Friðrikssonar, þingmanns Sjálfstæðisflokksins, á Alþingi í dag var bæði rangur og villandi, segir í yfirlýsingu Öryrkjabandalags Íslands sem segir sorglegt að hlýða á fullyrðingar um að ÖBÍ leggist gegn afnámi krónu-á-móti krónu skerðingarinnar. Meira »

Hvatti þingmenn til að líta í eigin barm

Í gær, 16:58 „Ég hef velt því fyrir mér þar sem ég hef fylgst með umræðunni hvort sumum þeirra sem hafa haft hvað hæst um þann meinta sóðaskap og fleira í þá veru og talað um virðingu í því samhengi sé meira annt um virðingu líflausrar styttu en lifandi fólks.“ Meira »

Stjórnvöld leysi úr réttaróvissu

Í gær, 16:56 Stjórn Lögmannafélags Íslands vill að stjórnvöld leysi úr þeirri réttaróvissu sem er uppi vegna dóms Mannréttindadómstóls Evrópu varðandi skipan dómara í Landsrétt. Meira »

Skaðabótaábyrgð ráðherra ekki útilokuð

Í gær, 16:35 Ekki er lögfræðilega útilokað að Sigríður Á. Andersen, fyrrverandi dómsmálaráðherra, beri einhverja fjárhagslega skaðabótaábyrgð á skipunum sínum í embætti dómara við Landsrétt. Meira »
Toyota Corolla 2005
Til sölu, ekinn um 77.000 km. Þokkalegt eintak. Sumar og vetrardekk. Næsta skoðu...
Byggingaverktakar - Byggingastjórn - Meistarar - Eignaskiptayfirlýsingar
Byggingaverktakr - Byggingastjórn - Húsasmíðameistari - Eignaskiptayfirlýsingar ...
Giftingar- og trúlofunarhringar frá ERNU
Mikið úrval. Á mynd er silfurpar með alexandrite-steini sem gefur mikið litaflóð...
Harðviður til húsbygginga
Harðviður til húsabygginga Sjá nánar á www.vidur.is Vatnsklæðning, panill, palla...