Leiðin í vínbúðina styttist

Kópasker.
Kópasker. www.mats.is

ÁTVR hyggst opna vínbúð á Kópaskeri á næstunni. Stofnunin hefur fengið leyfi bæjaryfirvalda og er að semja um leigu á húsnæði.

Opnun vínbúðar á Kópaskeri er að frumkvæði ÁTVR, segir Sigrún Ósk Sigurðardóttir aðstoðarforstjóri í Morgunblaðinui í dag. Hún bendir á að nokkuð langt sé á milli þéttbýliskjarna á Norðausturlandi.

Þannig eru um 70 kílómetrar frá Kópaskeri í næstu vínbúð, það er til Þórshafnar, og óvíða lengra að sækja. Enn lengra er til Húsavíkur, eða um 100 kílómetrar. Segir Sigrún að einnig sé litið til Raufarhafnar, mun styttra verði fyrir íbúa þar að sækja í vínbúð á Kópaskeri en til Þórshafnar.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert