Þurfa skyndilega að greiða lánið

Bréfið frá LÍN sem barst konunni í fyrradag.
Bréfið frá LÍN sem barst konunni í fyrradag.

„Það er lán í óláni að hvorki ég né bróðir minn eigum eignir svo það er ekkert hægt að ganga á okkur,“segir kona nokkur sem ekki vill láta nafns síns getið en lán frá LÍN féll á hana og bróður hennar í fyrradag þar sem faðir þeirra, sem lést fyrir 28 árum, hafði gerst ábyrgðarmaður námsláns stjúpsonar síns á sínum tíma.

„Þetta er alveg út úr korti. Pabbi deyr árið 1986 og var giftur sinni annarri konu, ekki móður minni. Hann var ábyrgðarmaður hjá stjúpsyni sínum sem tók námslán en eignir hans voru víst teknar til gjaldþrotaskipta í febrúar síðastliðinn. Ég hafði ekki hugmynd um neitt af þessu fyrr en þetta bréf barst frá LÍN í fyrradag. Ég hélt bara að einhver væri að gera grín að mér,“ segir konan en um er að ræða rúmar tvær milljónir.

Gæti orðið að fordæmismáli

Í bréfinu kemur meðal annars fram að þar sem skiptum á búi ábyrgðarmannsins, föður konunnar, hafi lokið með einkaskiptum, þá hafi erfingjarnir tekið á hendur ábyrgð á skuldbindingum búsins, sbr. 97. gr. laga nr. 20/1991, um skipti á dánarbúum o.fl.

Undir bréfið skrifar lögfræðingur LÍn. Konan segist hafa haft samband við lögfræðinginn en fékk einfaldlega þau svör að svona væru lögin. 

„Bréfið endar á því að við eigum að hafa samband við Pál Haraldsson, fjármálastjóra hjá LÍN, innan fjórtán daga og ef við látum ekkert heyra í okkur þá heldur þetta bara áfram í lögfræðing. Þetta hefur sem betur fer vakið mjög mikil viðbrögð. Þetta gæti nefnilega orðið fordæmismál,“ segir hún að lokum en dóttir konunnar birti færslu á fésbókarsíðu sinni þar sem hún lýsti undrun sinni á málinu. Rúmlega þúsund manns hafa deilt færslunni sem sjá má með því að smella hér

LÍN Lánasjóður íslenskra námsmanna.
LÍN Lánasjóður íslenskra námsmanna. mbl.is/Hjörtur
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert