Strætó afþakkar tekjur af auglýsingum

Auglýsingar á strætisvögnum eru liðin tíð. Strætó bs. fékk á sínum tíma milljón á mánuði í tekjur vegna auglýsinga á strætisvögnum. Framkvæmdastjóri AFA JCDecaux, sem sér um auglýsingar á strætóskýlum, segir mikinn áhuga hjá auglýsendum að auglýsa á strætó. Svo virðist sem enginn áhugi sé á að ná í þessar tekjur. Talsmaður Strætó segir auglýsingasöluna ekki hafa borgað sig.

Á árunum 2001-2008 voru strætisvagnar merktir auglýsingum algeng sjón. Jafnvel gerðist það að fyrirtæki keyptu auglýsingapláss á heilum vagni. Þetta heyrir sögunni til því Strætó bs. hefur horfið af auglýsingamarkaði. Ekki er lengur hægt að fá keypta auglýsingu á strætisvagni heldur fer skiltaplássið undir auglýsingar frá Strætó bs. Meðan samningur var í gildi um sölu auglýsinga á vögnunum skilaði hann Strætó bs., sem er í eigu sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu, um einni milljón króna á mánuði í tekjur.

„Strætó var með samning við fyrirtækið AFA JCDecaux um auglýsingar á vögnunum. Tekjur Strætó vegna samningsins voru ein milljón króna á mánuði. Hinsvegar fór öll vinnan fram hjá okkur og á ábyrgð Strætó og á okkar kostnað. Sé það metið inn var ekki nema helmingur upphæðarinnar rauntekjur,“ segir Kolbeinn Óttarsson Proppé, upplýsingafulltrúi Strætó, í svari við fyrirspurn blaðamanns um hvers vegna Strætó bs. aflar sér ekki lengur tekna með auglýsingasölu.

Kristín Soffía Jónsdóttir, varaformaður stjórnar Strætó bs., segir auglýsingasölu á vögnum ekki hafa verið sérstaklega rædda í nýrri stjórn Strætó bs. Ljóst sé þó að ef Strætó nýtti ekki auglýsingaplássið á vögnunum fyrir auglýsingar sem hvort sem er þyrfti að kaupa myndi koma til kostnaður annars staðar.

„Hálf milljón á mánuði eru ekki miklir peningar í þessu samhengi. Ef Strætó bs. ætti að auglýsa sig á almennum miðlum þá myndi þessi hálfa milljón hrökkva skammt. Strætó telur sig fá mikið fyrir peninginn með því að auglýsa eingöngu á eigin vögnum,“ segir Kristín Soffía og bendir á að notendum Strætó hafi fjölgað um þriðjung á síðustu fjórum árum.

Að sögn Kolbeins keypti Strætó bs. auk þess pláss á eigin vögnum fyrir sínar auglýsingar af AFA JCDecaux á sínum tíma fyrir hærri upphæð árlega en sem nam þeim 12 milljónum króna sem fengust í tekjur.

„Þegar kreppan skall á 2008 óskaði AFA JCDecaux eftir því að fá 50% afslátt frá samningnum. Því var hafnað og stjórn Strætó ákvað að nýta auglýsingaplássið fyrir auglýsingar Strætó.

Í þessu samhengi voru einnig uppi spurningar um samkeppnissjónarmið, þ.e. hvort Strætó ætti að vera í samkeppni við aðra um auglýsingapláss,“ segir Kolbeinn.

Að sögn Bryndísar Haraldsdóttur, formanns stjórnar Strætó bs., er almenn sátt með það fyrirkomulag að Strætó bs. auglýsi eigin þjónustu á auglýsingarými strætisvagna í stað þess að auglýsingar séu seldar eins og áður var gert. „Við myndum gjarnan vilja hafa úr meiri fjármunum að spila til að markaðssetja þjónustu Strætó. En þar sem mjög lítið fjármagn er fyrir auglýsingakaup höfum við talið að hagkvæmasta leiðin fyrir Strætó sé að auglýsa sig með þessum hætti. Þetta er góð leið til að koma skilaboðum á framfæri. “

Auglýsendur hafa reglulega samband við AFA JCDecaux til að spyrja um auglýsingar á strætó, en fyrirtækið sér um rekstur og auglýsingasölu á strætóskýlum og var áður með samning við Strætó bs. um sölu auglýsinga á hliðum strætisvagna.

„Strætó bs. er eina strætófyrirtækið sem ég þekki til í Evrópu sem ekki selur auglýsingar á strætó. Þó hefur það verið þannig að verðgildi auglýsinga hér er hærra en víða annars staðar. Það er skrýtið að eigendur geri ekki kröfu um að fyrirtækið afli allra þeirra tekna sem það hefur möguleika á,“ segir Einar.

Svo virðist sem lítill áhugi hafi verið hjá Strætó á að endurnýja samning um auglýsingar á vögnunum. „Ég skil ekki þessa afstöðu. Það er augljóslega eftirspurn eftir þessum auglýsingum því við fáum að minnsta kosti vikulega símtöl þar sem spurt er um auglýsingar á strætisvagna.“

AFA JCDecaux á og rekur 230 strætóskýli á höfuðborgarsvæðinu og selur auglýsingar á skýlin með samningi við Reykjavíkurborg. Einar segir tekjur allra sem selja auglýsingar hafa hrunið 2008, en nú sé allt önnur staða. „Við erum komin aftur í svipaða veltu og var árið 2006.“

Miðað við fjölda strætisvagna í notkun á höfuðborgarsvæðinu ætti velta auglýsinga á vögnunum að geta numið um 40-45 milljónum króna árlega. Þar af myndu beinar tekjur Strætó bs. geta numið um 14 milljónum króna árlega að mati Einars.

Á árunum 2001-2008 var fyrirtækið með samning við Strætó bs. um sölu auglýsinga á sjálfum strætisvögnunum. Þegar hrunið varð 2008 breyttust forsendur og Strætó endurnýjaði ekki samninginn. Að sögn Einars hefur þó alltaf verið markaður fyrir auglýsingar á strætisvögnum og AFA JCDecaux bauð Strætó aftur samning um auglýsingar á vögnum árið 2009. „Þá var hugmyndin að gera langtímasamning, til 10 ára, sem hefði fært Strætó tekjur upp á 70-100 milljónir króna. Það virtist bara enginn áhugi á því.

En ég tek fram að það er ekkert sem segir að við ættum að fá þetta verkefni að selja auglýsingar á strætisvagna. Svona á bara að fara í útboð,“ segir Einar.

Sjá nánar um málið í Sunnudagsblaði Morgunblaðsins.

mbl.is/Styrmir Kári

Bloggað um fréttina

Innlent »

Síðasti „hvellurinn“ í langri hrinu

17:58 Spár gera ráð fyrir enn einu leiðindaveðrinu síðdegis á morgun og annað kvöld. Veðurfræðingur segir þó huggun harmi gegn að allt líti út fyrir að hvellurinn á morgun sé sá síðasti í bili. Meira »

Svala fékk snert af heilablóðfalli

17:45 Svala Björgvinsdóttir fékk snert af heilablóðfalli síðastliðinn þriðjudag og var flutt á sjúkrahús í Los Angeles.  Meira »

Telur siðareglur hafa verið brotnar

17:37 Björn Leví Gunnarsson, þingmaður Pírata, hefur sent forsætisnefnd Alþingis erindi þar sem hann óskar formlega eftir því að nefndin taki til umfjöllunar hvort siðareglur alþingismanna hafi verið brotnar. Meira »

Skilur ekkert í „ísköldu mati“ Bjarna

17:28 Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins, segist ekkert skilja í nýjasta „ískalda hagsmunamati“ Bjarna Benediktssonar fjármálaráðherra í tengslum við sölu ríkisins á hlut í Arion banka. Meira »

Uppsagnir hjá sýslumanni Vestlendinga

17:22 Talsverðar breytingar eru framundan í hagræðingarskyni á skrifstofum sýslumannsins á Vesturlandi. Starfsmönnum verður fækkað um þrjá og starfshlutfall þriggja annarra verður lækkað, en tilkynnt var um þessar breytingar í síðustu viku. Meira »

Sameining skilar lægri rekstrarkostnaði

17:12 Eftir að þrjár ríkisstofnanir voru sameinaðar í eina stofnun, Samgöngustofu, hefur rekstrarkostnaðurinn lækkað. Árið 2013 voru Siglingastofnun Íslands, Umferðarstofa og Flugmálastjórn Íslands sameinaðar undir einn hatt, Samgöngustofnun. Meira »

Missti af 10 milljóna króna vinningi

16:33 Hæstiréttur sýknaði í dag Happdrætti Háskóla Íslands af skaðabótakröfu karlmanns. Maðurinn hafði samið um það við happdrættið að happdrættismiði yrði endurnýjaður mánaðarlega með skuldfærslu á kreditkort hans. Meira »

Fimm áskrifendur á leið til Cincinnati

16:42 Fimm áskrif­end­ur Morg­un­blaðsins duttu í lukkupott­inn í morg­un þegar dregið var í happ­drætti Morg­un­blaðsins. Vinn­ings­haf­arn­ir hljóta hver fyr­ir sig gjafa­bréf fyr­ir tvo til Cincinnati í Banda­ríkj­un­um með WOW air. Meira »

Saur makað á útidyrahurðina

16:26 Landsréttur hefur staðfest úrskurð Héraðsdóms Reykjaness um að kona skuli sæta nálgunarbanni gagnvart barnsföður sínum í sex mánuði. Ekki var fallist á að konan skyldi sæta nálgunarbanni gagnvart tveimur sonum þeirra eins og Héraðsdómur Reykjaness hafði úrskurðað. Meira »

„Þetta er bara annað módel“

16:18 „Þetta er bara annað módel,“ segir Ragnar Ingólfsson, formaður VR, í samtali við mbl.is spurður út í áform félagsins um að stofna leigufélag á sama tíma og það er þátttakandi í slíku félagi innan Alþýðusambands Íslands (ASÍ) og hvort það sé ekki ávísin á óhagræði. Meira »

Pawel gefur kost á sér í borginni

15:57 Pawel Bartoszek, fyrrverandi þingmaður Viðreisnar, hefur tilkynnt á Facebook-síðu sinni að hann ætli að gefa kost á sér til framboðs í borgarstjórnarkosningunum í vor. Meira »

Landsréttur metur Arnfríði hæfa

15:38 Landsréttur úrskurðaði rétt í þessu að kröfu þess efnis að Arnfríður Einarsdóttir víki sæti dómara í máli umbjóðanda Vilhjálms H. Vilhjálmssonar er hafnað. Meira »

Háskólanemi leigir þjónustuíbúð

14:57 Sverrir Heiðar Davíðsson, 21 árs gamall háskólanemi í hugbúnaðarverkfræði, fékk leiguíbúð í Lönguhlíð þrjú, þjónustuíbúðum fyrir aldraða. Velferðarráð Reykjavíkurborgar tekur þátt í tilraunaverkefni og býður háskólanemum að leigja tvær þjónustuíbúðir í þjónustukjörnum fyrir aldraða. Meira »

Skoðar úrbætur sem varða kynferðislegt ofbeldi

14:38 Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, hefur skipað stýrihóp um heildstæðar úrbætur að því er varðar kynferðislegt ofbeldi. Meginhlutverk hópsins er að beita sér fyrir framsæknum og samhæfðum aðgerðum stjórnvalda gegn kynferðislegu ofbeldi og kynferðislegri og kynbundinni áreitni og að Ísland sé í fremstu röð í baráttunni gegn hvers kyns kynbundnu ofbeldi. Meira »

Ógjörningur að stöðva einn mann

13:45 „Það er nánast ógjörningur að stöðva einn mann sem ákveður að bregðast trausti og misnota upplýsingar,“ segir framkvæmdastjóri markaðssviðs Öryggismiðstöðvarinnar. „Við erum mjög sorgmædd yfir að þetta hafi gerst og í okkar huga er þetta bara mannlegur harmleikur.“ Meira »

Sýkna það eina í stöðunni

14:46 Stefán Már Stefánsson, lagaprófessor við Háskóla Íslands, segist ekki sjá neitt annað í stöðunni en að Hæstiréttur sýkni fimmmenningana sem sakfelldir voru í Guðmundar- og Geirfinnsmálinu fyrir 38 árum, fallist hann á skilyrði endurupptöku málanna. Meira »

Mæling í þvagi verði ekki lengur notuð

14:14 Vinna við frumvarp til nýrra umferðarlaga stendur yfir í ráðuneyti samgöngumála en í því verður lögð til sú grundvallarbreyting frá gildandi lögum að mæling á mögulegri ávana- og fíkniefnaneyslu ökumanns, sem grundvöllur að ályktun um að hann teljist undir áhrifum slíkra efna og því óhæfur til að aka ökutæki, fari aðeins fram á blóði ökumanns. Meira »

Fylla upp í holur í Mosfellsbæ

13:34 Starfsmenn á vegum Vegagerðarinnar hófust í morgun handa við viðgerðir á holum sem hafa valdið mörgum bílstjórum vandræðum síðasta sólarhringinn í Mos­fells­bæ á Vest­ur­lands­vegi. Meira »
Ukulele
...
Bækur til sölu
Bækur til sölu Menntamál 1.-42. árg. ib., Saga alþingis 1-5, Náttúrufræðing-urin...
Sendibílaþjónustan Skutla. Sími 867-1234
Tökum að okkur allrahanda sendibílaþjónustu á sanngjörnu verði. Sjá nánar á www....
Peningaskápur eldtraustur
Til sölu VICTOR peningaskápur. Hæð,99 cm breidd,58 cm Kr.48,000,- uppl. sul...
 
Breyting á deiliskipulagi í flatey
Leikskólakennsla
Breyting á deiliskipulagi í Flat...
Aðalfundur
Fundir - mannfagnaðir
Félag sjálfstæðismanna í Skóga- o...
Hádegisfundur
Fundir - mannfagnaðir
ses.xd.is Samtök eldri sjálfstæði...
Félagsstarf
Staður og stund
Aflagrandi 40 Opin vinnustofa kl. 9, for...