Hugleiðslan bjargaði heilsunni

Linda Rós glímdi við kvíða og vanlíðan frá barnæsku.
Linda Rós glímdi við kvíða og vanlíðan frá barnæsku.

Linda Rós Helgadóttir barðist við kvíða í meira en 20 ár en eftir að hafa kynnst hugleiðslu og þolæfingum varð lífshamingjan loksins ofan á í baráttunni. 

„Frá barnæsku glímdi ég við kvíðatilfinningu og vanlíðan sem henni fylgir,“ segir Linda Rós Helgadóttir, sem ljómaði af lífsgleði þegar hún settist niður til að ræða um baráttu sína við kvíðann og ekki var að sjá á henni að kvíðapúkinn hefði nokkurn tímann plagað hana. Sjálf segir hún ásýnd ekki segja alla söguna og mikill og viðvarandi kvíði sé ekki eins sýnilegur, eða samþykktur, sjúkdómur og margir aðrir.

„Það má ekki gleyma því að kvíði og þunglyndi hefur orðið banamein alltof margra. Áhyggjur og kvíði heimsækja flest okkur einhvern tímann á lífsleiðinni og það er eðlilegt að upplifa áhyggjur og kvíða af og til enda eðlilegur hluti af lífi hvers manns. Hræðsla, óróleiki og spenna eru t.d. tilfinningar sem kunna að vera hjálplegar því þær bæði vara okkur við og gera okkur kleift að bregðast við ógn og hættum,“ segir Linda en bendir svo á að hjá sumum nái þessar sömu tilfinningar tökum á sálarlífinu og verði jafnvel óbærilegur hluti af lífi fólks.

„Hjá mér olli kvíðinn mikilli vanlíðan, hann var með mér alla daga og frá ellefu ára aldri langaði mig meira til að deyja en lifa.“

Læknaheimsóknir og lyf hjálpuðu ekki

Nærvera Lindu er smitandi, hún er lífsglöð, brosmild og ljómar af gleði og krafti. Það er ótrúlegt að fyrir aðeins örfáum árum hafi hún frekar viljað deyja en lifa.

„Ég var búin að leita til fjölda lækna og vera á ýmsum lyfjum en það dugði skammt. Kvíðinn fór ekkert og vanlíðanin sem fylgdi honum ekki heldur.“ Lækning Lindu reyndist því ekki vera í lyfjaglösum eða læknaheimsóknum. Eitthvað annað og meira þurfti að koma til.

„Í mínu tilviki var það þolþjálfun, hugleiðsla og hugræn atferlismeðferð sem kom mér á rétta braut,“ segir Linda en henni var bent á að þolæfingar, þar sem púlsinum er náð vel upp, gætu hjálpað í baráttunni við kvíða og þunglyndi.

„Ég er með hálfgerða fullkomnunaráráttu og mér finnst ég þurfa að gera allt mjög vel. Fór því í ræktina 36 sinnum á einum mánuði á 26 þolæfingar og 10 hot yoga-tíma og náði púlsinum vel upp á þolæfingunum. Ég gleymi aldrei tilfinningunni þegar ég kom heim af síðustu æfingunni og lá uppi í sófa; í fyrsta sinn í 20 ár langaði mig meira að lifa en deyja,“ segir Linda en endurkynnin við lífslöngunina leiddu hana næst að hugleiðslunni.

Hugleiðslan lykillinn að því að róa hugann

Allir sem kynnst hafa hugleiðslu þekkja áhrifamátt hennar og ferðalagið inn á við. Það getur reynst mörgum erfitt í byrjun en þegar ró kemst á hugann verður ferðalagið vel þess virði. „Hugleiðslan kenndi mér að átta mig betur á hugsununum í kollinum á mér. Ég get lent í vítahring hugsana þar sem minnsta gagnrýni frá sjálfri mér eða öðrum vindur upp á sig. Með hugleiðslunni tekst mér að takast á við þessar hugsanir og róa hugann.“

Til að byrja með hugleiddi Linda daglega en segist í dag hafa dregið örlítið úr því en hugleiði þó reglulega. „Ég gef mér alltaf tíma af og til í hugleiðsluna þótt ég hugleiði ekki daglega lengur. Hins vegar eiga allir að geta fundið nokkrar mínútur á dag til að hugleiða og það er sérstaklega mikilvægt að finna þessar mínútur þegar kvíði, stress og vanlíðan hellast yfir mann. Þú þarft ekki að vera búddamúnkur til að hugleiða, sjálf leggst ég bara upp í rúm og tæmi hugann.“

Í dag segist Linda gefa lífinu meiri gaum, hún skynjar umhverfi sitt betur og nýtur augnabliksins. „Hversu oft förum við út að ganga og tökum ekki eftir umhverfi okkar, gróðrinum eða fuglalífinu í kringum okkur, vegna þess að hugurinn er einhvers staðar annars staðar? Það getur verið góð hugleiðsla að fara út að ganga og upplifa umhverfi sitt og augnablikið sem við lifum í.“ Linda segist hafa lifað í litlum þægindahring og kvíðinn hafi stjórnað henni en í dag er lífið allt öðruvísi.

„Ég var hrædd við allt nýtt og í staðinn fyrir að gera það sem mig langði að gera lét ég kvíðann stjórna mér og var bara heima, kunni á tímabili sjónvarpsdagskrána utan að. En í dag er þægindahringurinn orðinn miklu stærri og tímanum sem ég eyddi fyrir framan sjónvarpið er nú eytt í að lifa lífinu og ástunda andlega, félagslega og líkamlega rækt.“

Innlent »

Ullað í borgarráði Reykjavíkur

22:36 Fulltrúar minnihlutans í borgarráði Reykjavíkur bókuðu í dag „alvarlegar athugasemdir“ við það að Líf Magneudóttir, fulltrúi Vinstri græna, hefði ullað framan í annan borgarráðsfulltrúa í upphafi fundar. Meira »

95 ára skellti sér í fallhlífastökk

22:07 Páll Bergþórsson fyrrverandi veðurstofustjóri varð í dag ef til vill elsti Íslendingurinn til að fara í fallhlífarstökk. „Ljómandi huggulegt,“ segir Páll um upplifunina. Meira »

Staðsetning Íslands mikilvæg á ný

21:55 Ísland hefur orðið mikilvægari samstarfsaðili á sviði öryggis- og varnarmála vegna breyttrar stöðu í heimsmálunum og tengist það landfræðilegri legu landsins í Norður-Atlantshafi, segir Ine Marie Eriksen Søreide, utanríkisráðherra Noregs, í samtali við blaðamann. Meira »

Andarnefjan komin á flot

21:25 „Hún er komin af stað og byrjuð að synda. Það er bátur að fylgja henni og við ætlum að reyna að hafa hann að fylgja henni þar til við missum sjónar af henni,“ segir Sverrir Tryggvason skipstjóri. Önnur andarnefjanna sem festust í sjálfheldu á Engey er komin til sjávar. Hin drapst fyrr í kvöld. Meira »

Datt illa nærri Glym

20:57 Þyrla Landhelgisgæslunnar flutti ungan karlmann á Landspítala í kvöld, en sá hafði hrasað og dottið illa á gönguleiðinni að fossinum Glym í botni Hvalfjarðar. Meira »

Fiskidagurinn litli í boði mikla

20:50 „Það var mikil veðurblíða og fólkið á heimilinu horfði á Fiskidagstónleikana. Svo var súpa og fiskborgarar og KK spilaði, hann ætlaði ekki að geta hætt að því þau vildu alltaf meira,“ segir Júlíus Júlíusson, framkvæmdarstjóri Fiskidagsins mikla. Fiskidagurinn litli var haldinn í Mörkinni í dag. Meira »

Vill hjálpa öðrum með sama sjúkdóm

20:40 Um 15.000 manns reima á sig hlaupaskóna nú á laugardag í Reykjavíkurmaraþoni Íslandsbanka. Á meðan margir láta sér nægja að hlaupa fyrir sjálfa sig þá vilja aðrir láta gott af sér leiða. Meðal þeirra er hinn 13 ára Sebastian Örn Adamsson sem hleypur til styrktar Andartaki. Meira »

Vaðlaugin vekur lukku

20:15 Nýlega var tekin í notkun vaðlaug með volgu vatni í Hljómskálagarðinum. Laugin fékk kosningu í íbúakosningu í verkefninu: Hverfið mitt, hjá Reykjavíkurborg. Laugin höfðar greinilega til yngstu kynslóðarinnar sem var þar við leik í dag. Meira »

Tæknifræðinám í Hafnarfirði

20:14 Hafnarfjarðarbær og Háskóli Íslands hafa komist að samkomulagi um að skólinn komi upp aðstöðu fyrir tæknifræðinám í Menntasetrinu við Lækinn nú í haust. Bæjarráð Hafnarfjarðarbæjar samþykkti samninginn á fundi sínum í morgun. Meira »

Tvíburar á alþjóðlegri hátíð

19:45 „Við erum saman öllum stundum og oft veit ég hvað systir mín er að hugsa. Og eins og þú heyrir á tali okkar þá botna ég oft setningarnar sem systir mín kemur með og hún það sem ég segi. Oft er talað við okkur tvær sem eina manneskju sem getur verið pirrandi. Við hins vegar þekkjum ekkert annað líf en þetta og tökum þessu bara létt,“ segir Elín Hrönn Jónsdóttir í Hveragerði. Meira »

Brýtur í bága við dýravelferð

19:30 „Það sem við skiljum ekki og höfum ekki fengið haldbær rök fyrir, er hvers vegna lengri einangrun en 10 dagar er nauðsynleg þegar strangasta löggjöfin utan Íslands er 10 dagar,“ segir Herdís Hallmarsdóttir, formaður HRFÍ. Sjálf þekki hún dæmi þess að hundar hafi farið illa út úr einangrunarvistinni. Meira »

Önnur andarnefjan dauð

19:28 „Þetta var bara að gerast núna. Við vorum að reyna að snúa dýrinu. Það spriklaði og við urðum að reyna að snúa því og það hefur bara ekki þolað það,“ segir Sverrir Tryggvason, skipstjóri hjá Sérferðum. Önnur andarnefjan sem festist í sjálfheldu í Engey í Kollafirði er dauð. Meira »

Tveir kílómetrar fullgerðir í haust

19:10 Framkæmdum á Þingvallavegi miðar ágætlega, að sögn Einars Más Magnússonar, verkstjóra hjá Vegagerðinni. Níu kílómetra kafli sem liggur um þjóðgarðinn hefur verið lokaður frá 30. júlí en til stendur að breikka veginn um tvo metra, koma upp vegriði og ráðast í aðrar öryggisaðgerðir. Meira »

Sölutími íbúða að styttast

18:49 Sérbýli hefur hækkað talsvert meira í verði en fjölbýli undanfarna mánuði og sú þróun hélt áfram í júlí. Verð fjölbýlis hækkaði um 0,2% milli mánaða en verð sérbýlis um 0,8%. Fjölbýli hefur nú hækkað um 3,8% á undanförnum 12 mánuðum en sérbýli um 8,9%. Meira »

Hlaupa og gleyma ekki gleðinni

18:30 „Pabbi, Stefán Hrafnkelsson, var greindur með alzheimer snemma í fyrrasumar eftir greiningarferli sem staðið hafði yfir í nokkurn tíma. Hann var 58 ára þegar hann greindist og þegar greiningin lá fyrir kynntumst við Alzheimersamtökunum,“ segir Arndís Rós Stefánsdóttir. Meira »

Engin gögn enn borist frá kjararáði

18:15 Fjármálaráðuneytið og Þjóðskjalasafnið greinir á um hvorri stofnuninni beri að taka til greina beiðni um aðgang að fundargerðum kjararáðs. Skrifstofustjóri kjararáðs er enn í fullu starfi við að ganga frá skjalasafni ráðsins en hefur þó enn ekki haft samband við Þjóðskjalasafn. Meira »

Andarnefjur í sjálfheldu í Engey

17:55 „Þær eru ekki algengar á þessu svæði. Það er mjög sjaldgæft að við fáum andarnefjur inn á flóann og oftast eru þær fleiri. Okkur finnst það skrítið að það séu bara tvö dýr. Þær hafa verið að elta einhverja fæðu,“ segir Sverrir Tryggvason skipstjóri. Tvær andarnefjur liggja fastar í sjálfheldu í Engey. Meira »

Endurkröfum vegna lyfjaáhrifa fjölgar

17:25 Endurkröfur, sem vátryggingarfélög eignast á hendur þeim sem valda tjóni í umferðinni af ásetningi eða stórkostlegu gáleysi, voru færri árið 2017 en árið 2016. Endurkröfum vegna lyfjaáhrifa fjölgar mikið en flestar endurkröfur verða til vegna ölvunar tjónvalds. Þetta kemur fram í tilkynningu frá endurkröfunefnd. Meira »

Skjálfti að stærð 3,3 í Torfajökli

17:15 Rétt fyrir hálf fimm í dag varð skjálfti að stærð 3,3 í vestanverðri Torfajökulsöskjunni. Fannst hann meðal annars í Landmannalaugum. Sjö aðrir smærri skjálftar urðu á svæðinu í kjölfarið, en enginn gosórói er að sögn Veðurstofunnar. Meira »
Nokkrar notaðar saumavélar til sölu !!
Nokkrar tegundir, ýmsar gerðir. Allar ástandsskoðaðar og prófaðar af fagmanni. V...
Tölvuþjónusta
Alhliða tölvuviðgerð, vírushreinsun, vírusvarnir, gagnabjörgun og verðtilboð. F...