Nýr sendiherra Kína mætti á hátíðina

Chen Laiping sendiráðsnautur, Zhang Weidong, sendiherra Kína á Íslandi, Magnús ...
Chen Laiping sendiráðsnautur, Zhang Weidong, sendiherra Kína á Íslandi, Magnús Björnsson, forstöðumaður Konfúsíusarstofnuninnar Norðurljósa og Jia Yucheng hjá Konfúsíusarstofnun. mbl.is/Golli

Kínverska menningarhátíðin Haustmáni við Tjörnina stendur nú yfir í Ráðhúsi Reykjavíkur. Um er að ræða uppskeruhátíð Konfúsíusarstofnunar Norðurljósa í tilefni 10 ára starfsafmæli Konfúsíusarstofnananna um víða veröld. Hátíðin hófst klukkan 14 í dag og stendur til klukkan 17. 

„Það er mikið af fólki búið að koma og við erum mjög ánægð með þetta,“ segir Magnús Björnsson, forstöðumaður Konfúsíusarstofnuninnar Norðurljósa og segir hann áhersluna lagða á kínverska menningu í víðu samhengi á hátíðinni.

Ber þar helst að nefna ljósmyndasýningu frá litháíska ljósmyndaranum Vytautas Daraškevičius sem ferðast hefur víða um Kína, íslenskar ljóðaþýðingar á kínverskum ljóðum allt frá fornöld og fram til nútímaskálda, kínverskar veitingar, tónlistaratriði og margt fleira. Einnig hefur gestum boðist hraðnámskeið í kínversku, kynningu á kínverskri skrautskrift og sýnikennsla í mánakökubakstri.

Nýr sendiherra Kína á Íslandi, Zhang Weidong, mætti á hátíðina og er það í fyrsta skipti sem hann sést opinberlega hér á landi. „Við erum ánægð með það að hafa fengið sendiherrann til að koma hingað í dag. Hann er að vísu ekki formlega búinn að taka við starfinu en það mun gerast á næstu dögum,“ segir Magnús. „Við báðum hann að ávarpa samkomuna en hann vildi ekki gera það þar sem hann var ekki búin að afhenda forseta trúnaðarbréfið. Þess í stað mætti hann til að kynnast fólki þar sem hann er nýkominn til landsins.“

Weidong var nýlega skipaður sendiherra Kína á Íslandi, en eins og mbl.is hefur fjallað um hvarf for­veri hans í embætti, Ma Jis­heng, skyndi­lega af landi brott í byrjun árs­ og hefur ekkert spurst til hans síðan. 

Sópransöngkonan Xu Wen syngur kínverskt lag
Sópransöngkonan Xu Wen syngur kínverskt lag mbl.is/Golli
Fiðlu- og píanódúett flytur kínverska tónlist. Þær Björk Óskarsdóttir og ...
Fiðlu- og píanódúett flytur kínverska tónlist. Þær Björk Óskarsdóttir og Huang Liwen skipa dúettinn. mbl.is/Golli
Fjölmenni hefur komið í Ráðhús Reykjavíkur í dag á kínverska ...
Fjölmenni hefur komið í Ráðhús Reykjavíkur í dag á kínverska menningarhátíð. mbl.is/Golli
mbl.is

Innlent »

Eygló hreppti verðlaunin

18:50 Eygló Harðardóttir myndlistarkona hlaut í gærkvöldi Íslensku myndlistarverðlaunin fyrir árið 2018 og voru þau afhent við hátíðlega athöfn í Iðnó. Verðlaunin hlaut hún fyrir sýninguna Annað rými sem sett var upp í Nýlistasafninu. Hlaut Eygló eina milljón króna í verðlaun. Meira »

Fundurinn upplýsandi fyrir báða aðila

18:45 Fulltrúar VR og Almenna leigufélagsins munu funda aftur á mánudag og engin ákvörðun hefur verið tekin um að taka fé VR úr stýringu hjá Kviku banka. Þetta staðfestir Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, í samtali við mbl.is. Meira »

Reyndist lögreglumaður en ekki þjófur

18:08 Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu barst nýverið tilkynning um yfirstandandi innbrot í raðhús í umdæminu þar sem skuggalegt par á miðjum aldri hafði fundið sér leið inn í húsið í gegn um bílskúrinn. Meira »

Hvatti hana til að fara úr baðfötunum

18:05 „Ég veit ekki hvort maður þarf að vera kona til að skilja hvað svona aðstæður geta verið erfiðar. Hversu erfitt það er að koma sér út úr þeim, hin hræðilega hugsun um að kannski sé betra að spila bara með.“ Þetta segir Halla Gunnardóttir um kynferðislega áreitni af hálfu júdóþjálfara. Meira »

Fær 3,6 milljónir vegna fangelsisvistar

17:52 Íslenska ríkið hefur verið dæmt til þess að greiða karlmanni 3,6 milljónir í miskabætur vegna tólf daga gæsluvarðhalds sem honum var að ósekju gert að sæta og síðan látinn afplána 600 daga af eftirstöðvum fangelsisdóms sem hann hafði áður hlotið. Meira »

Vildi upplýsa um veikleika í Mentor

16:22 Markmið skráðs notanda skólaupplýsingakerfisins Mentor sem safnaði saman persónuupplýsingum um fjölda barna í leik- og grunnskólum í síðustu viku var að koma áleiðis ábendingu um veikleika í kerfinu en ekki að dreifa upplýsingunum. Meira »

FKA og RÚV í samstarf um fjölbreytni

16:15 Félag kvenna í atvinnulífinu og Ríkisútvarpið hafa undirritað samstarf um verkefni sem ætlað er að auka fjölbreytni viðmælenda í íslenskum fjölmiðlum, en í því felst að FKA mun auglýsa eftir konum vítt og breytt úr samfélaginu sem hafa áhuga á þjálfun í að miðla sérþekkingu sinni í fjölmiðlum. Meira »

Skuldi fólki opinbera afsökunarbeiðni

16:07 Stjórn Öryrkjabandalags Íslands krefst þess að stjórnvöld stöðvi strax hina ólögmætu skerðingu og greiði örorkulífeyri miðað við réttan útreikning búsetuhlutfalls frá og með 1. mars næstkomandi. Meira »

Telja fiskrækt í ám og eftirlit í ólestri

16:06 Veiðifélög landsins láta sleppa rúmlega milljón laxaseiðum að meðaltali á ári í vatnsföll landsins, samtals rúmlega 6 milljón seiðum á fimm árum. Formaður Landssambands fiskeldisstöðva ræður af svari Fiskistofu að málin séu í algerum ólestri, bæði skil veiðifélaga á fiskræktaráætlunum og eftirlit Fiskistofu. Óvissa sé um hversu mörgum seiðum sé í raun sleppt í árnar og hvernig staðið er að málum. Meira »

„Framtíðin okkar, aðgerðir strax“

15:53 „Framtíðin okkar, aðgerðir strax,“ ómaði á Austurvelli í hádeginu þar sem stúdentar og framhaldsskólanemar mótmæltu aðgerðaleysi í loftslagsmálum. Fjölmenni var á fundinum sem var sá fyrsti í röð margra samkvæmt skipuleggjendum. mbl.is var á staðnum og það er ljóst að málefnið brennur á ungu fólki. Meira »

Eldur í ruslageymslu í Ljósheimum

15:50 Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins var kallað út um klukkan þrjú í dag vegna bruna í ruslageymslu fjölbýlishúss að Ljósheimum í Reykjavík. Slökkviliðið upplýsir í samtali við mbl.is að tjónið telst óverulegt þar sem um er að ræða skemmdar tunnur og einhverjar skemmdir á geymslunni. Meira »

Starfsfólkið óskar friðar frá pólitík

15:48 Stjórn starfsmannafélags Ráðhúss Reykjavíkur óskar vinnufriðar í skjóli frá stjórnmálaumræðu sem eigi „með réttu að eiga sér stað á milli kjörinna fulltrúa og á pólitískum vettvangi.“ Meira »

Talinn hafa látist eftir inntöku heilaörvandi efnis

15:41 Matvælastofnun og Lyfjastofnun vara við neyslu á tianeptine og annarra efna sem seld eru á netinu undir heitinu Nootropics og hafa mörg hver lyfjavirkni. Talið er að einstaklingur hafi nýlega látist hérlendis vegna inntöku tianeptine. Meira »

„Búnir að svíkja okkur frá A-Ö“

15:26 „Þetta er ekkert sem kemur á óvart,“ segir Inga Sæland, formaður Flokks fólksins, um ákvörðun þeirra Ólafs Ísleifssonar og Karls Gauta Hjaltasonar um að ganga til liðs við Miðflokkinn frá og með deginum í dag. Meira »

Stór fyrirtæki í ferðaþjónustu skotmarkið

15:21 „Það eina sem ég get upplýst um er að þetta beinist að stórum fyrirtækjum í ferðaþjónustunni,“ segir Ragnar Ingólfsson, formaður VR, í samtali við mbl.is spurður um aðgerðaáætlun félagsins komi til átaka á vinnumarkaði. Meira »

„Berja hausnum við steininn“

15:15 „Með ákvörðun sinni um áframhaldandi veiðar á langreyði er sjávarútvegsráðherra að tefla á tvær hættur og fórna meiri hagsmunum fyrir minni.“ Þetta kemur fram í tilkynningu Samtaka ferðaþjónustunnar. Meira »

Kosið verði aftur í þingnefndir

14:52 Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins, treystir því að flokksmenn taki vel á móti Ólafi Ísleifssyni og Karli Gauta Hjaltasyni, sem tilkynntu fyrir skömmu að þeir hafa ákveðið að ganga til liðs við Miðflokkinn. Meira »

Ólafur og Karl Gauti í Miðflokkinn

14:21 Ólafur Ísleifsson og Karl Gauti Hjaltason hafa ákveðið að ganga til liðs við Miðflokkinn frá og með deginum í dag. Þetta kemur fram í fréttatilkynningu frá Ólafi og Karli. Meira »

Þegar orðið tjón vegna verkfalla

13:45 Íslensk ferðaþjónustufyrirtæki eru þegar farin að fá fyrirspurnir frá samstarfsaðilum sínum vegna boðaðra verkfallsaðgerða, segir Jóhannes Þór Skúlason, framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar, í samtali við mbl.is. Hann segir fréttir af stöðunni á Íslandi hafa ratað út fyrir landsteinana. Meira »
Falleg 5herb. 140m2 íb. 221 Hafnarfirði.
Falleg 5 herb. íb. (4svh.) í lyftublokk á Völlunum í Hafnarf. Skápar í öllum hb....
Vetur í Biskupstungum...
Eigum laust sumarhús í jan/feb í nokkra daga. Hlý og kósí hús með heitum potti....
Húsaviðgerðir
https://www.husco.is/...
PL Crystal Line, heitustu úrin í Paris
Pierre Lannier Crystal Line dömuúrin með SWAROVSKI kristals skífu eru falleg jól...