Nýr sendiherra Kína mætti á hátíðina

Chen Laiping sendiráðsnautur, Zhang Weidong, sendiherra Kína á Íslandi, Magnús …
Chen Laiping sendiráðsnautur, Zhang Weidong, sendiherra Kína á Íslandi, Magnús Björnsson, forstöðumaður Konfúsíusarstofnuninnar Norðurljósa og Jia Yucheng hjá Konfúsíusarstofnun. mbl.is/Golli

Kínverska menningarhátíðin Haustmáni við Tjörnina stendur nú yfir í Ráðhúsi Reykjavíkur. Um er að ræða uppskeruhátíð Konfúsíusarstofnunar Norðurljósa í tilefni 10 ára starfsafmæli Konfúsíusarstofnananna um víða veröld. Hátíðin hófst klukkan 14 í dag og stendur til klukkan 17. 

„Það er mikið af fólki búið að koma og við erum mjög ánægð með þetta,“ segir Magnús Björnsson, forstöðumaður Konfúsíusarstofnuninnar Norðurljósa og segir hann áhersluna lagða á kínverska menningu í víðu samhengi á hátíðinni.

Ber þar helst að nefna ljósmyndasýningu frá litháíska ljósmyndaranum Vytautas Daraškevičius sem ferðast hefur víða um Kína, íslenskar ljóðaþýðingar á kínverskum ljóðum allt frá fornöld og fram til nútímaskálda, kínverskar veitingar, tónlistaratriði og margt fleira. Einnig hefur gestum boðist hraðnámskeið í kínversku, kynningu á kínverskri skrautskrift og sýnikennsla í mánakökubakstri.

Nýr sendiherra Kína á Íslandi, Zhang Weidong, mætti á hátíðina og er það í fyrsta skipti sem hann sést opinberlega hér á landi. „Við erum ánægð með það að hafa fengið sendiherrann til að koma hingað í dag. Hann er að vísu ekki formlega búinn að taka við starfinu en það mun gerast á næstu dögum,“ segir Magnús. „Við báðum hann að ávarpa samkomuna en hann vildi ekki gera það þar sem hann var ekki búin að afhenda forseta trúnaðarbréfið. Þess í stað mætti hann til að kynnast fólki þar sem hann er nýkominn til landsins.“

Weidong var nýlega skipaður sendiherra Kína á Íslandi, en eins og mbl.is hefur fjallað um hvarf for­veri hans í embætti, Ma Jis­heng, skyndi­lega af landi brott í byrjun árs­ og hefur ekkert spurst til hans síðan. 

Sópransöngkonan Xu Wen syngur kínverskt lag
Sópransöngkonan Xu Wen syngur kínverskt lag mbl.is/Golli
Fiðlu- og píanódúett flytur kínverska tónlist. Þær Björk Óskarsdóttir og …
Fiðlu- og píanódúett flytur kínverska tónlist. Þær Björk Óskarsdóttir og Huang Liwen skipa dúettinn. mbl.is/Golli
Fjölmenni hefur komið í Ráðhús Reykjavíkur í dag á kínverska …
Fjölmenni hefur komið í Ráðhús Reykjavíkur í dag á kínverska menningarhátíð. mbl.is/Golli
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert